Monday, November 16, 2009

Dijon hamborgarar með guacamole og karamelliseruðum lauk

Þetta var nú bara til að klára það sem var til í ísskápnum hjá mér, bætti aðeins við en þegar fullt af avócadó er að eyðileggjast þá þarf að nýta það, ekki satt?
Mig langaði til að breyta til og gera hamborgara sem ég hef ekki gert áður og útkoman var þessi og hún var rosaleg!

Dijon hamborgarar með guacamole og karamelliseruðum lauk
f/4 hamborgara
ca 500 gr nautahakk
3 msk dijon sinnep
3 msk sýrður rjómi(ég notaði Ab-mjólk)
1 egg
3 msk brauðrasp( ég tók 2 brauðsneiðar, ristaði þær og hakkaði í hakkavél)
1/2 hvítlauksrif, kramið
ostsneiðar til að setja ofan á við steikingu
salt og pipar

Aðferð:
1.Hrærið varlega öllu saman og búið til hamborgara og steikið og þegar borgurunum hefur verið snúið við einu sinni er ostinum bætt ofan á

Karamelliseraður laukur
1 laukur, skorinn í sneiðar(ekki of þunnar)
1/2 chilli, saxaður
1 msk maple sýróp
5 gr smjör
1 cm ferskur engifer, saxaður
salt og pipar

Aðferð:
1. Skerið laukinn, saxið engiferið og chilli.
2. Bræðið smjörið á pönnu, þegar það freyðir er öllu bætt í pönnuna fyrir utan sýrópið og laukurinn er mýktur við meðalhita, þegar hann er orðinn vel mjúkur er hitinn lækkaður í meðallágan, sýrópinu bætt saman við og látið malla í 15 mínútur til viðbótar með loki hálft á. Hann er tilbúnn þegar hann er dökkgullinbrúnn.

Guacamole
4 pínulítil avócadó
2 msk majónes(má vera sýrður, ég bara átti hann ekki til)
salt og pipar
(ég sleppti hvítlauknum þar sem hann getur verið of bragðsterkur svona hrár en það er smekksatriði.
smá sítrónusafi

Aðferð:
1. Avócadóið þarf að vera mjög mjúkt en það er stappað með gaffli og svo er majónesinu hrært saman við og saltað og piprað og bragðbætt með sítrónusafa.

Svo þarf að hafa tómata og salatblöð og franskar kartöflur
Ekki spara laukinn á borgarana hann er æðislega góður. En annars er brauðið smurt með guacamole og smá salsasósu ef vill og lauk, tómötum og salati

2 comments:

Óli Dill said...

Ertu ekki að djóka með þessa marengstertu dauðans!?!?!?!?

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

hehehe hún er rosaleg!!