Friday, November 13, 2009
Plómu-og rauðvínsbakaður kjúklingur
Ég rankaði við mér í gær og sá ansi mikið af plómum vera að eyðileggjast í ísskápnum hjá mér og sparigrísinn ég, get nú ekki verið þekkt fyrir að eyðileggja þvílíkan fjársjóð(rándýrt dæmi) og fyrst íhugaði ég að búa til svokallaða upside down cake sem mig hefur langað til að búa til ansi lengi en gerði mér þá grein fyrir að ég yrði sú eina sem myndi borða það þar sem eiginmaðurinn og dóttirin hafa ekki mikinn áhuga á svoleiðis kökum(vonandi fær sonurinn minn matarsmekk!) þannig að ég ákvað að henda þessu í kvöldmatinn og viti menn, algjört dúndur að sjálfsögðu. Allt öðruvísi en ég hef gert hingað til og svo unaðslega gott, örlítið sætt á móti söltu og súru-fullkomið.
Ég bar þetta svo fram með steiktum kartöflum, þurfti ekki meira.
Plómu-og rauðvíns(roasted)bakaður kjúklingur
f/4
2 bakkar kjúklingabitar eða 1 heill kjúklingur bitaður niður
8 plómur
200-300 ml rauðvín(eftir því hversu miklu þið tímið, annars bætið bara upp með vatni)
1 msk rauðvínsedik/balsamik edik
hveiti til að velta upp úr
5 greinar timían, ef þið eigið það annars er hægt að setja estragon(þurrt eða ferskt) og þá eins og 1/2 msk
2 msk rósmarín
1 stjörnuanís
1/2 kanilstöng
3-4 msk sykur
2 hvítlauksrif
3 skallottulaukar
1 teningur kjúklingakraftur
smjörklípa og 1 msk olía
salt og pipar
Aðferð:
1. skerið plómurnar í 6 bita hverja
2. Hitið smjörið og olíuna á stórri pönnu og bætið plómunum útá þegar smjörið byrjar að krauma og eldið í 2 mínútur. Bætið þá ediki saman við og svo rauðvíninu og sjóðið í 4 mínútur. Takið af hitanum. Bætið kryddinu, kraftinum, lauknum, sykrinum saman við.
3.Veltið kjúklingnum uppúr hveiti og dustið allt aukahveiti af hverjum bita og steikið í olíu á heitri pönnu þar til hann er gullinbrúnn(meðalháum hita) og setjið svo í eldfast mót eða roasting pan og hellið plómublöndunni yfir og lokið með álpappír.
4. Bakið við 150°C í 1 klukkustund.
5. Sigtið þá vökvann frá í djúpan pott, setjið kjúklinginn og plómurnar aftur inn í ofn með álpappír yfir og slökkvið á ofninum.
6. Sjóðið vökvann niður, þar til hann þykkist og bragðast unaðslega
7. Berið fram: Setjið eldfasta mótið með plómunum og kjúklingnum á borðið og berið fram með sósunni og steiktum kartöflum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Verð að prófa þetta, rosalega girnilegt :o)
já mæli eindregið með þessum. nammi namm...
Var að prófa þessa uppskrift ómæ þetta smakkaðist alveg sjúklega vel! Takk kærlega mun pottþétt líta við á þessari síðu aftur
kkv
Kolbrún
en yndislegt að heyra!:D
Post a Comment