Tuesday, November 24, 2009

Gulrótar-og eplasúpa með chilli og engifer

Ég er farin að gera súpu í hádeginu þar sem ég borðaði svo mikið af brauði með áleggi á meðgöngunni að ég fékk ógeð af því og er að reyna að fá mér eitthvað annað og þá verður súpa oft fyrir valinu og þessi var bara ansi góð. Það er nefnilega svo þægilegt að skera allt grænmetið bara einhvern veginn ofan í pottinnEplið gerir hana létta og chillíið og engiferið bæta hana á mjög óvenjulegan hátt.
Uppskriftin er fyrir 2 í aðalrétt eða 4 í forrétt eða hádegismat

Gulrótar-og eplasúpa með chilli og engifer
f/2 eða 4
4 gulrætur
1 meðalstór sellerístilkur
1/2 laukur
1 epli
1/4 chilli
1/2 cm engifer
vatn
1/2 grænmetisteningur
smá olía

Aðferð:
1. Allt grænmetið skorið í pott með olíu og léttsteikt svo er vatni hellt yfir þannig að fljóti yfir eins og 1 cm. Látið suðuna koma upp og sjóðið í ca20 mínútur eða þar til gulræturnar eru soðnar. Hakkið svo allt saman með töfrasprota eða í hakkavél. Smakkað til með salti og pipar.

No comments: