Monday, November 9, 2009

Bjórbrasserað lamb með kartöflumús og grænmeti

Fingerlicking good eins og móðir mín komst svo vel að orði. Ég held ekki vatni yfir þessum rétti, hann er gjörsamlega out of this world sérstaklega fyrir þá sem þykir svona vetrarmatur góður(comfort food á ensku). Sósan kom út með smávegis vott karamellu og kjötið féll af beinunum. Ég veit ekki hvernig ég get lýst þessum rétti betur. það er smá verk að búa réttinn til en það er sko vel þess virði. Fyrir útivinnandi þá mæli ég með því að búa réttinn til á sunnudegi(eða laugardegi) og svo er hægt að geyma hann þar til seinna í vikunni, hita upp og gæða sér á. Ég myndi áætla ca. klukkutíma í undirbúning og eftirvinnslu og svo er rétturinn rúma 2,5 klukkutíma inni í ofni.

Bjórbrasserað lamb með kartöflumús og grænmeti
f/5
2 kg súpukjöt, mesta fitan hreinsuð af(ekkert stress þó nokkuð sé af fitu)
2 gulrætur, skornar gróft
1 steinseljurót, skorin gróft
2 sellerístilkar, skornir gróft
1,5 laukur, skorinn górft
handfylli ferskt timían
1 lambakraftur, 1 teningur
1 tsk tómatkraftur
100 ml púðursykur
vatn
1 ltr bjór(eða pilsner til að hafa réttinn ódýrari)ég notaði venjulegan ódýran ljósan bjór en það má til að fá meira bragð hafa bjórinn dekkri eins og t.d. dökkan Kalda eða einhvern þannig.
100 ml rauðvínsedik
3 lárviðarlauf
nýmalaður pipar
sósa ef þið viljið þykkja hana:
hveiti og olían sem er fleytt af sósunni

Aðferð:
1.Skerið grænmetið og hreinsið mestu fituna af kjötinu og steikið á pönnu í smávegis smjöri og olíu(1 tsk af hvoru). Fyrst gærnmetið og hellið í oftsteikingarpott svo kjötið og leggjið yfir grænmetið.
2.Hellið rauðvínsedikinu í heita pönnuna og sjóðið aðeins niður(1 mínúta), hellið þá bjórnum í pönnuna(í tveimur hlutum ef þörf er á) og sjóðið örlítið niður(ca 5 mín), bætið þá púðursykrinum og látið bráðna og hellið svo yfir kjötið.
Hellið svo vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir allt.
3. Bætið úti tímíani, lárviðarlaufi, tómatkrafti, nýmalaður pipar og lambakrafti. Setjið lok á og í ofninn á 160°C hita í rúmlega 2,5 tíma, ef lokið er ekki mjög fast á pottinum er gott að setja smjörpappír ofan á kjötið og svo lokið á.
4. Á meðan er kartöflumúsin búin til ég gerði 1200 gr kartöflur(bökunar afhýddar og soðnar í saltvatni)200 gr smjör og salt og pipar
og skerið einnig 1 gulrót og 1 steinseljurót í bita(1x1 cm). Setjið útí sjóðandi vatn í nokkrar mínútur þar til það er soðið.
5. Þegar kjötið hefur soðið í 2,5 tíma(rúman)þá er kjötið tekið uppúr og sett í skál/pott og lok ofan á eða álpappír. Sigtið vökvann í lítinn pott og sjóðið aðeins niður um ca 20%, nokkrar mínútur. Fleytið olíunni af og setjið í lítinn pott og blandið hveiti saman við þar til hún myndar kúlu eða bollu. Þetta er til að þykkja sósuna, en einnig er hægt að sleppa því að þykkja sósuna og sjóða hana þá aðeins lengur niður kannski um 30%. Ef þið þykkjið sósuna er smátt og smátt af hveitibollunni bætt saman við sjóðandi sósuna þar til þeirri þykkt er náð sem ykkur þykir góð(hún á að vera eins og brún sósa á þykkt). Smakkað til með salti og pipar(oft þarf þess ekki). Setjið grænmetið útí sósuna og hitið vel, takið svo uppúr með gataskeið/spaða.Á meðan grænmetið hitnar er kartöflumúsin hituð upp.
Berið fram:
Setjið kjötið á fat og dreifið grænmetinu í kring og berið fram með kartöflumúsinni og sósunni til hliðar.

No comments: