Þessi réttur sló alveg í gegn hér á heimilinu, dóttirin var engan veginn að trúa því að fiskurinn væri góður en mér tókst að vinna hana á mitt band með kotasælusósunni sem innihélt uppáhaldið hennar ólífur og graslaukinn úr garðinum(sem hún stelst í annað slagið). Strengjabaunirnar eru líka í miklu uppáhaldi á þessu heimili. Í þetta skiptið ákvað ég að nota frosnar baunir þar sem hinar eru rándýrar en að sjálfsögðu bragðmeiri, ég náði þó nokkru bragði í frosnu baunirnar með chilli og engifer og svo finnst mér þær extra góðar ef ég steiki þær mjög mikið, þannig að þær litist örlítið og salta vel með flögusalti, mmm algjört dúndur. Ýsunni er einfaldlega velt létt upp úr hveiti og steikt í örlitlu smjöri og olíu(það má sleppa smjörinu ef þið eruð að passa línurnar).
Steiktar strengjabaunir með chilli og engifer
f/4
1/4 af pokanum af frosnum baunum eða 2 litlir pakkar af ferskum
1/2 chillialdin, saxaður
1 msk engifer, saxað
1 hvítlauksrif, kramið eða saxað
olía til steikingar
Aðferð:
Hitið pönnuna vel og saxið chilli-ið og engiferið. Steikið baunirnar þar til þær mýkjast bætið þá afganginum saman við og steikið á meðalháum hita þar til þær rétt brúnast og saltið þá vel og piprið.
Kotasælusósa með ólífum og graslauk
f/4
2 dollur af kotasælu
4 msk ólífur, saxaðar
3 msk graslauk, saxaður
Aðferð:
1. Saxið ólífurnar og graslaukinn og blandið saman við kotasæluna, saltið og piprið að smekk
Gæti ekki verið einfaldara, enda tók það mig 20 mínútur að gera kvöldmatinn þetta kvöldið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Girnilegar og spennandi uppskriftir hjá þér Sigurrós!
Takk fyrir að deila þeim - ég fæ að breiða út boðskapinn og senda slóðina þína á vini og vandamenn ;)
Halla Sólveig
Endilega segðu sem flestum frá. Alltaf gaman að sjá fleiri bætast í hópinn!
hæ hæ og takk fyrir síðast.
Kotasælusósan afar spennó. Vona að þið hafið það sem allra best. kv.ak
Post a Comment