Wednesday, May 13, 2009

Miðjarðarhafssósa

Þessa sósu er hægt að nota með hverju sem er, ég hef mest notað hana sem ídýfu fyrir crudité(hrátt grænmeti)og hef haft í veislum sem og heima fyrir, ég hef einnig notað hana jafn mikið sem grillsósu með kjöti en hana er einnig hægt að nota með pastasalati, fiski og öllu kjöti sem auka sósa, ég get lofað ykkur að hún slær alltaf í gegn! Ég var meira að segja farin að selja hana úti á Ítalíu! Ég fékk hana fyrst úr bók Isabelle Allende,Afródítu en hef breytt henni aðeins eftir mínum smekk.

Miðjarðarhafsósa
f/5
1 lítil dolla majónes
1 lítil dolla sýrður rjómi(10%), hef einnig notað gríska jógúrt ef þið búið erlendis
salt og pipar
1 tómatur, fræhreinsaður, innihaldi hent og laufin söxuð
2-3 msk saxaðar ólífur(smakkið til-fyrst með 2 msk og bætið svo meira við ef ykkur þykir þörf á)
1/2 hvítlauksrif, kramið
1 msk balsamik edik
1/2 skallottulaukur, rifinn með fínu rifjárni eða saxaður mjög fínt
1 kúfuð msk af rifsberjahlaupi

Aðferð:
1. Pískið saman majónesi og sýrðum rjóma, saltið og piprið að smekk
2. Bætið ediki, lauk og hvítlauk saman við
3. Saxið ólífur og tómata og bætið saman við
4. Bætið síðast við rifsberjahlaupinu og best væri að gera það ca. klukkutíma áður en hún er borðuð ef það er hægt annars hef ég líka sleppt því ef ég er í tímaþröng og hún er samt góð.

No comments: