Wednesday, May 13, 2009

Misomarinering með sojasósu og sesamolíu

Ég prófaði þessa marineringu í fyrsta skipti í gær og kom hún mjög vel út. Ég var reyndar eitthvað gráðug og tvöfaldaði uppskriftina sem var algjör óþarfi þar sem marineringin er mjög bragðmikil, hún virðist vera fremur fátækleg við fyrstu sýn en örvæntið eigi því hún kemur á óvart(skemmtilega).

Misomarinering með sojasósu og sesamolíu
f/4(miðað við 200 gr af kjöti á mann, ath. ef kjötið er með mikilli fitu eða beini er best að miða við 250 gr á mann)
800 gr kjöt, ég notaði lambaprime en hægt er að notast við hvaða kjöt sem er
2 msk rautt miso
1 tsk sojasósa
1/2 tsk sesamolía
1 1/2 msk mirin, japanskt

Aðferð:
1. Mjög einfalt, hrærið öllu saman og makið yfir kjötið og látið liggja eins lengi og þið viljið/getið.
Ath. bæði miso og mirin brennur auðveldlega en kosturinn er að það bragðast bara betur aðeins brennt, á ekki líka grillmatur að brenna aðeins???

No comments: