Friday, May 15, 2009

Kjúklingamistök og skinkurúllur

já kokkum tekst það líka, eða þannig. Ég fann uppskrift sem mér leist svo vel á, hún átti að vera frá Chile og í huganum var það voða sumarlegt og ég þuldi upp fyrir eiginmanninn hvað hann átti að gera, ég reyndar viðurkenni að ég átti ekki alveg allt í uppskriftina en hvað um það, og útkoman var bara la la þannig að hún mun ekki rata hingað inn. Ég hef þó ekki sagt skilið við uppskriftir frá Suður-Ameríku með þessu, ég hef aldrei komið þangað en hef heyrt að þar sé góðan mat að fá, þannig að ætli maður prófi ekki eitthvað annað í næstu viku frá Chile eða öðru landi þarna frá þessu gríðarflæmi.
Mig langaði samt til að segja ykkur frá snilldarhugmynd eiginmannsins. Með kartöflusalatinu sem ég vildi bara hafa eitt og sér eins og hjá mömmu(að viðbættum túnfisknum) þá tók hann á það ráð að leggja nokkrar ostsneiðar á skinkusneið og svo dósaaspas þar ofan á og rúlla svo upp og þar voru komnar dýrindis skinku-og aspasrúllur með kartöflusalatinu! Þetta var æðislegt! Mjög einfalt og sumarlegt.

No comments: