Ja hérna hér ég hef ekki enn sett inn matseðilinn fyrir vikuna, bölvað framtaksleysi er þetta í manni.
Á mánudaginn var ég með Pizzu og svo í gær hafði ég afgangana af henni og í kvöld verður afgangur af lasagna-inu sem ég gerði í síðustu viku. Ég geri alltaf svolítið ríflega af því til að geta sett afganginn í frystinn í nokkrum skömmtum, mjög þægilegt.
En á morgun verð ég að fara í búðina, ég tók nefnilega eftir því að það er lambaprime á tilboði og ég er í algjöru lambastuði núna þegar sumarið er á næsta leiti. Mér finnst einhvern veginn alltaf fylgja sumrinu að borða ógrynnin öll af lambi, kannski er það allt grillið sem maður fer í á sumrin ég býst við því. Ég væri samt alveg til í að fara að fá lambalærissneiðar, þær eru reyndar rándýrar en kannski maður splæsi á sig eitthvert kvöldið.
Þriðjudagur
afgangar af heimatilbúinni pizzu
Miðvikudagur
afgangar af lasagna
Fimmtudagur
lambaprime með grillsósu og ofnristuðum kartöflum, einfaldara gæti það ekki verið
Föstudagur
Krakkahamborgarar, s.s. venjulegir hamborgarar og krakkarnir ánægðir....
Laugardagur
Fiskur með léttsteiktu spínati, grænum baunum og kotasælu með ólífum og graslauk
Sunnudagur
Fullorðins hamborgarar, s.s það verður improviserað eitthvað þetta kvöldið!
Wednesday, April 29, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment