Ég ákvað að hafa kalda gráðostasósu með svínahnökkunum í þetta skiptið, og breyta henni þannig í kalda grillsósu. Þetta heppnaðist ágætlega þó svo að þannig sósa muni aldrei líta lystilega vel út, þær verða alltaf hálf grænar og ógirnilegar en þegar þær lenda á tungunni þá er ekki aftur snúið, hreinn unaður.
Ég notaði 2 bláa gráðosta á móti einum pela af rjóma, sem sagt helmingi meira af osti en venjulega og sauð þetta saman þannig að þykknaði og þá kældi ég hana aftur niður. Ef maður kælir hana of lengi þá verður hún alveg hörð þannig að maður þarf að finna meðalveg þarna. Ég reyndar kældi hana of lengi en bara hitaði rólega upp aftur þannig að hún varð mjúk en ekki alveg heit og setti í frystinn í 10 mínútur og þá var þetta tilbúið. Ég gerði, eins og venjulega, allt of mikið af henni og frysti afganginn og þá var tilvalið að hafa hana sem ídýfu á kosningakvöldinu með gulrótarstöngum eða smá crudité eins og það heitir. Þá gerði ég aftur það sama hitaði upp og setti inn í frysti í 10 mínútur og sósan klár.
Sunday, April 26, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment