Wednesday, April 22, 2009

Matseðill fyrir vikuna 22.04-26.04

Það er einhver lágdeyða yfir mannskapnum þessa vikuna. Er komið vor? er ekki komið vor? hvar er sólin? Þetta eru spurningar sem gera manni erfitt fyrir að komast í létta sumargírinn, en þetta er allt að koma, kemur bara hægar en oft áður ætli það helgist ekki af því að ég hef ekki verið á Íslandi síðustu 5 vor, þannig að úti var þetta leikur einn en hér þarf maður að vinna í vorfílingnum. Við vorum með pasta pomodoro á mánudaginn og í gær var dáldill vorfílingur, við hittum óvænt vini niðri í miðbæ og fórum saman að borða á nokkurs konar skyndibitastað. Þetta var hið skemmtilegasta kvöld, óvænt gleði og veðrið gott, jú það var ekki laust við smá vorglætu í sálinni eftir þetta.
Í kvöld verður svo antipasti, klára það sem til var og svo pulsur, letilíf á þessum bæ.
Ég býst nú þó við því að fara í eldhúsið á morgun og næstu daga þannig að hér kemur vikuseðillinn.

Fimmtudagur
BBQ svínahnakkar með kaldri gráðostasósu og bökuðum kartöflum

Föstudagur
Lasagna, að ósk Heklu litlu

Laugardagur-Kosningadagur
Allt of erfitt að ákveða, hvort maður verði heima eða að heiman

Sunnudagur
Þetta verður líklegast þynnka hjá eiginmanninum og fleiri býst ég við því ætla ég að hafa pizzu

No comments: