Tuesday, April 14, 2009

Matseðill fyrir vikuna 14.04-18.04

Það er ítölsk stemining í heimilisfólkinu þessa vikuna, eins og gefur að skilja, það verður pasta og antipasto og kannski maður lummi inn einhverju svíni, það er víst það ódýrasta og eiginmaðurinn kaupir varla annað. Þar sem ég fæ ansi fljótt leið á hlutunum þá er stutt í það hjá mér með svínið þannig að ætli maður þurfi ekki að fara að stoppa manninn af í þessum innkaupum.

Þriðjudagur
BBQ kjúklingabitar og franskar og með því höfum við waldorfsalats afganga frá tengdó

Miðvikudagur
Spaghetti Carbonara, kannski maður laumist til að setja eitthvað nýtt í það, aldrei að vita nema eiginmaðurinn samþykki það

Fimmtudagur
Antipasti, við keyptum að sjálfsögðu alls konar osta og skinkur og ólífur á Ítalíu og það þarf víst að borða það áður en það skemmist

Föstudagur
Svínahnakkar var það heillin, marineraðir og bornir fram með timían og beikonkartöflusalati og fersku salati

Laugardagur
Roast kjúklingur eða eitthvað ódýrt úr búðinni, var að kaupa nýja roasting pan og bara verð að prófa, með rótargrænmeti og eplasalati með vínberjum

No comments: