Ég ætlaði að gera pizzur í gær og henti því í deig áður en við skelltum okkur í sund og leyfði því að hefast á meðan við svömluðum. Hins vegar þegar við komum heim var okkur boðið í mat til tengdó, naut og Bernaise og ekki segir maður nei við því að sjálfsögðu. Þá setti ég pizzadeigið inn í ísskáp vafið í plastfilmu til að fá ekki leiðindaskán sem gerir manni erftitt fyrir þegar maður rúllar því út. Í kvöld kom svo lítil vinkona Heklu í heimsókn og þá alveg tilvalið að skella pizzu í ofninn. Þá var deigið tilbúið og þurfti aðeins að fletja það út og setja á hana og baka, pissbangbúið!
Pizzasósuna má finna hér á blogginu, ef þið farið í google search og setjið inn pizzasósa Sigurrós og þá farið þið beint inná uppskriftina.
Monday, April 27, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment