Saturday, April 18, 2009

Roasted kjúklingur(vantar góða þýðingu) með eggaldini og zucchini og epla-og vínberjasalati

Þetta var kannski helst til of vetrarlegur réttur en passar þó ágætlega við veðrið sem hefur verið í dag og í gær, hlýjar manni ágætlega. Ég þarf að fara að koma mér í sumargírinn og hafa sumarlegri rétti. Þessi kjúklingur var bara helvíti góður ég prófaði í fyrsta skipti að kaupa bouillon eða nokkurs konar soð í pakka, eitthvað sem ég fann í Krónunni og hann lofar bara góðu. Ég hef nefnilega lengi pirrast yfir því að fá ekki að kaupa soð úti í búð en það er víst bara til í Bandaríkjunum, hér er nú bara góð hugmynd fyrir nýsköpun, ha hmm...
Ég keypti eins og ég sagði um daginn svokallaða roasting pan (á ensku) fékk mér það í afmælisgjöf, (langaði bara ekkert í föt) og hún stóð sig bara helvíti vel, mæli með henni og hún var ekkert svo dýr heldur, ég fékk hana í Bræðurnir Ormson í Smáralindinni og hún er svört og þykk. Ég hef einhvern veginn ekki mikla trú á þessum úr þunna málminum sem ég er nú bara ekki viss um hvað er, ætli það sé ekki ál en það er einnig sagt stórhættulegt og auka líkur á alzheimer að elda í álpottum. Hér kemur þó uppskriftin að kjúklingaréttinum:

Roasted kjúklingur
1 kjúklingur
1 zucchini
1 eggaldin(lítið)
4 stórar kartöflur
2 msk kjúklinga boullion
70 ml vatn
2 stönglar steinselja
5 blöð salvía
1/4 laukur, saxaður
1/2 fennel
30 gr smjör
4 hvítlauksrif
2 lúkur vínber
2 msk ólífuolía

Aðferð:
1. Skerið eggaldinið, zucchini-ið og kartöflurnar í 1 cm þykkar sneiðar.Skerið fennelinn í þunnar seniðar.
2. Setjið kjúklingasoðið ásamt vatni í botninnn á roasting pönnunni og blandið vel saman þannig að þekji botninn. Leggjið þá kjúklinginn ofan í og troðið svo salvíublöðum og smjörklípum innan undir húðina á kjúklingnum. saltið hann svo að utan og piprið með nýmöluðum pipar.
3. Raðið eggaldini, zucchini, kartöflum og fennelinu sitt á hvað í kringum kjúklinginn í röð og dreifið svo hvítlauk, vínberjum og söxuðum lauk yfir allt saman, og klippið steinseljuna yfir.
4. Síðast er svo olíunni dreypt yfir allt saman til að bleyta upp í öllu saman.
5.Setjið inn í 180°C heitan ofn og bakið í 1 klst. eða þar til hann er tilbúinn.
6.Berið einnig fram með soðinu sem safnast hefur saman í botninn á pönnunni. Ef þið viljið hafa bragðmikla sósu og hafið tíma þá er gott að taka það og sjóða niður í potti og jafnvel þykkja. Ég nennti því ekki og kom það bara ágætlega út að hafa bara soðið eins og það var.

Aths. Ef þið eigið afgang af grænmetinu og kartöflunum, ef það kemst ekki allt saman fyrir þá steikti ég zucchini-ið og forsauð kartöflurnar og steikti til að hafa með.

Berið fram með epla-og vínberjasalati

Epla-og vínberjasalat
f/4
2 epli, skræld og skorin í bita
1 lúka vínber, steinlaus og skorin í tvennt
2 msk majónes
2 msk sýrður rjómi
3 döðlur, saxaðar
1 tsk Dijon sinnep
salt og nýmalaður pipar

Aðferð:
1. Sýrður rjómi og majónes er hrært saman þar til það er kekkjalaust og sinnepi þá bætt saman við og saltað og piprað.
2. Skerið eplin, vínberin og döðlurnar og setjið í skál, blandið þá majónesblöndunni saman við. Smakkið til með salti og pipar.

No comments: