Friday, April 17, 2009

Antipasti fyrir þá sem týma

Við vorum svo heppin að geta keypt okkur fullt af ostum og góðgæti á Ítalíu en fyrir þá sem týma þá er hér uppástunga á hinu fullkomna antipasti, sem hægt er að bjóða upp á í forrétt eða í rómantískan aðalrétt með elskunni og passa þá að hafa rauðvínið tilbúið.
Þegar við gerum þetta setjum við eins og 4 tegundir af ostum að þessu sinni voru það Taleggio, Gorgonzola, Sardo dolce og Pecorino Romano einnig vorum við með Prociutto cotto, sem er í rauninni venjuleg skinka skorin þynnra en okkar, Prociutto crudo, sem er þekkt undir heitinu Prociutto hér á landi og svo salami, við vorum með tvær tegundir af salami eina sem var þunnt skorin og svo eina pulsu sem við skárum sjálf. Með þessu er svo ómissandi að hafa stórar ólífur, grænar og svartar best væri að vera með Kalamati ólífurnar og svo Tuc kex og nýbakað baguette. Þetta getum við borðað endalaust og ég lofa að ef þið hafið ráð á að prófa einhvern tímann þá getið þið það líka.
Þegar þið bjóðið upp á osta þarf að athuga að láta fólk ekki byrja á þeim bragðsterkasta því eftir hann er ekki séns að finna nokkurt bragð af hinum ostunum. Þess vegna þarf maður alltaf að byrja á þeim bragðminnsta og svo koll af kolli. Þegar ég býð gestum upp á osta(sem gerist örsjaldan á þessum síðustu og verstu)þá smakka ég þá fyrst og læt svo gestina vita hver er sterkastur og hver er bragðminnstur.
Nú ef einhver af ykkur er svo heppin að vera á leið til Ítalíu þá eru ostunum skipt í dolce og ekki dolce, jafnvel stundum forte ef þeir eru mjög sterkir, dolce þýðir í raun sætur og eru þeir bragðminnstir. T.d. fyrir þá sem vilja smakka Gorgonzola en þykir gráðostur of sterkur þá eru til 100 styrkleikar á þeim osti allt frá næstum brie til svo sterks að hann án gríns brenndi á mér tunguna! Fyrir þá er best að byrja á Gorgonzola Dolce.
En í kvöld verður svínahnakki og kartöflusalat, best að byrja á marineringunni.

1 comment:

Anonymous said...

While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)

email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.