Var að kyngja síðasta bitanum og þetta heppnaðist bara ágætlega þetta mætti kalla einhvers konar smoky grillmarinering
1 dl sojasósa
1 dl olía
1 dl gin
1 dl rauðlaukssulta, fann hana lengst inní ísskáp hjá mér, eitthvað sem ég gerði fyrir mörgum mánuðum og auðvitað þar sem þetta er sulta er hún enn í lagi
2 msk púðursykur
1 msk sýróp
1/2 msk nýmalaður pipar
1/2 tsk poultry seasoning
Allt er sett í lítinn pott og soðið hratt niður á hæsta hita í ca 5 mín. eða þar til marineringin þykknar. Raðið svínahnökkum eða kótilettum í grunnt fat og hellið yfir og látið marinerast í 1-2 klst við stofuhita eða í ísskáp í lengri tíma allt upp í sólarhring. Passið að smyrja með marineringunni á meðan þið grillið.
Beikon timían kartöflur
f/4
100 kartöflur á mann
4 beikonsneiðar
smjörklípa
2 msk ferskt timían
salt og nýmalaður pipar
Aðferð:
1. Kartöflurnar soðnar þar til þær eru tilbúnar
2. Beikonið steikt í smjörinu þar til stökknar
3. Þegar kjötið er alveg að verða tilbúið er beikonið steikt og þegar það er stökkt er það tekið af og látið dreypa af því á pappírsþurrku og smjörið og fitan í pönnunni er geymt á meðan það er enn heitt er timíanið sett í pönnuna, hitið aðeins þá eru kartöflunum bætt saman við og þetta steikt saman í nokkrar mínútur eða þar til kjötið er tilbúið. Þá er beikonið skorið í litlar bita og bætt saman við kartöflurnar.
4. Gott er að bera fram með fersku salati og góðri grillsósu
Friday, April 17, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
While I surf blog , i found a all new trick in http://pic-memory.blogspot.com/Vistor can comment and EMBED VIDEO YOUTUBE , IMAGE. Showed Immediately!
EX : View Source.
http://pic-memory.blogspot.com/2009/02/photos-women-latin-asian-pictu...(add photos and videos to Blogspot comments).
Written it very smart!
I wonder how they do it ? Anyone know about this , please tell me :D
(sr for my bad english ^_^)
email: ya76oo@ya76oo.com
thanks.
Post a Comment