Tuesday, December 30, 2008

SúkkulaðiBrullé

Þessa uppskrift fékk ég í Danmörku og hún er mjög rík eða það er mikið og gott súkkulaðibragð, sem þýðir að það má ekki vera í stórum skálum. Ég hef sett þetta í skotglös sem hefur hentað mjög vel. Til að gera hið fullkomna brullé þarf að hafa gasbrennara og ljósbrúnan cane sykur þá eruð þið pottþétt með þetta.

Súkkulaðibrullé
f/6 manns

500 ml rjómi(ekki matreiðslu)
135 gr dökkt súkkulaði(70%), fínt hakkað
1 vanillustöng(má setja 1 tsk vanilludropa)
6 eggjarauður

Aðferð:
1. Hitið rjómann í potti og takið hann svo af hitanum. Bætið hakkaða súkkulaðinu saman við ásamt vanillunni( skafið innan úr vanillustönginni).
2. Kælið blönduna örlítið og hrærið svo eggjunum varlega saman við. Passið að píska ekki of mikið því þá geta komið of mikið af loftbólum sem erfitt er að losna við.
3. Látið blönduna standa augnablik og skúmmið froðuna af yfirborðinu(ef þörf er á því)
4. Setjið í form eða skotglösin og bakið í ofni við 100°C í 20-25 mín. Gott er að setja rennblauta tusku í botninn á ofnskúffunni til að halda raka í ofninum.
5. Þegar þetta er tilbúið er gott að taka eitt skotglas og hrista það örlítið og ef vökvinn gárast mikið er þetta ekki tilbúið en ef hann rétt hristist eins og Royal búðingur er brullé-ið tilbúið og þá er það sett í ísskáp í 2-3 klst til að kæla alveg niður.
6. Rétt áður en það er borið fram er sykrinum stráð jafnt yfir yfirborðið á búðingnum og svo er hann brenndur með gasbrennaranum og borið fram.

No comments: