Hér kemur ein flókin fyrir hina huguðu. Ég er með þetta í eftirrétt á morgun ásamt súkkulaði brullé og Tobleróne ís fyrir krakkana, sem ég reyndar veit að fullorðnir eiga eftir að gæða sér á einnig þannig að ég gerði tvöfalda uppskrift af því.
Ég lærði hins vegar parfait-ið á Krogs fiskerestaurant og ég féll algerlega fyrir því en hingað til hef ég ekki fengið lakkrísduft til að búa það til en fann svo smá í vinnunni hjá mér, en fyrir þá sem hafa ekki tök á að fá lakkrísduft(gæti verið til í Danmörku:/) þá er þetta alveg rosalega gott án þess og svo er einnig hægt að skipta út hvíta súkkulaðinu og setja dökkt súkkulaði í staðinn.
Það er að nokkru að huga í þessari uppskrift og er erfiðleikastigið aðeins hærra en venjulega á þessari síðu og svo er þetta einnig dýrara þar sem hvítt súkkulaði er svívirðilega dýrt en eins og ég segi er hægt að nota 70% súkkulaði í staðinn, sem gerir þetta ódýrara.
Lakkrís parfait
f/ 6 manns
2 dl rjómi
1/2 dl rjómi
(8 gr lakkrísduft)
250 gr hvítt súkkulaði(eða 70% dökkt), hakkað fínt
2 eggjarauður
3 eggjarauður
1 egg
75 gr sykur
50 gr vatn
Aðferð:
1. Stífþeytið 2 dl rjóma og setjið inn í ísskáp
2. Sjóðið 1/2 dl af rjóma og þegar hann er heitur er lakkrísduftið bráðið saman við, þegar það hefur blandast vel saman við er súkkulaðinu bætt út í og bráðið, það lítur út fyrir að hafa skilið þegar það hefur bráðnað saman við en þá er eggjarauðunum bætt saman við og þetta er pískað saman þar til það glansar fallega. Passið að þessi blanda má ekki kólna alveg og er því gott að halda því volgu með því að hafa þetta í stálskál og hafa ofan á potti með næstum sjóðandi vatni. passa samt að það hitni ekki of mikið þannig að maður þarf að hræra af og til í og setja ofan á pottinn og taka af eftir hentugleika.
3. Setjið sykurinn og vatnið í pott og sjóðið þar til hitamælir segir 125°C. Á meðan eru eggjarauðurnar og heila eggið pískað vel saman. Þegar sykursýrópið hefur náð réttu hitastigi er það pískað saman við eggjamassan og passið að gera það mjög hægt eða hella sykrinum í hægri mjórri bunu á meðan pískurinn gengur á hæsta.
Pískið þar til blandan er köld og þykk.
4. Þegar hann er kaldur og þykkur er hann blandaður saman við súkkulaðiblönduna, fyrst einn þriðji og svo er restinni blandað saman við.
5. Síðast er svo þeytta rjómanum blandað saman við.
6. Allt er svo sett í form og inn í frysti í a.m.k. 5 klst.
Tuesday, December 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
það er hægt að kaupa lakkrís duft og salmíak duft á slikkeri.is :D
Post a Comment