Ég hef nú sett inn þónokkrar myndir með réttum hér á síðunni og ég vona að einhvern daginn fái ég myndavél sem er betri en sú sem ég hef nú því að þessar myndir eru ekkert til að hrópa húrra fyrir, en þær eru þó myndir. Ég mun setja inn uppskriftir af réttum úr afmælinu svona af og til á næstu dögum, eftir því sem tími vinnst til þessa.
Matseðillinn þessa vikuna verður einfaldir réttir og ekki tímafrekir, þar sem ég er komin í mikla vinnu um helgar ásamt því að vinna á daginn þannig að þreytan mun segja aðeins til sín. Engin afsökun þó þar sem ég veit að venjulegir foreldrar gera það sama, aldrei tími fyrir eldamennsku. Ég verð hins vegar að vinna á kvöldin frá föstudegi til sunnudags þannig að þá verður eiginmaðurinn og dóttirin í mat hjá tengdó, ef ekki þá læt ég hann segja mér hvað hann bjó til og ég set það inná síðuna.
Matseðill vikunnar 02-04. nóv
Þriðjudagur
Sítrónukjúklingur vol.II
Best að reyna aftur og athuga hvort ég detti niður á góða uppskrift
Miðvikudagur
Slátur
Fyrst maður var nú að taka slátur er þá ekki best að borða það líka?
Fimmudagur
Pastasalat
Önnur tilraun við pastasalatið en það er uppskrift af því hér á síðunni, nema maður breyti eitthvað til... aldrei að vita nema maður verði ævintýragjarn á fimmtudaginn.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
hae saeta...
áttu góda piparkökuuppskrift??
til ad fá smá jólastemningu tharf ég nú ad baka med krakkaskaranum...
ást, harpa
já ég get reddað því, kem því til þín á morgun.
Post a Comment