Wednesday, December 3, 2008

Sítrónukjúklingur vol.II

Jæja sjáum nú hvernig þessi gekk. Sverrir gleymdi að taka kjúklinginn úr ísskápnum eftir að hafa verið í frosti þannig að það var pastasalat í gær en í kvöld verður sítrónukjúklingurinn og uppskriftin er svona:

Sítrónukjúklingur vol.II

1 kjúklingur
2 sítrónur, safi og börkur rifinn
4 hvítlauksrif
1 msk salt
50 ml ólífuolía, extra virgin
1 msk rósmarín(ég átti bara þurrkað í þetta skiptið)
100 ml vatn

Aðferð:
1. Allt nema kjúklingurinn er hrært vel saman í skál og hellt yfir kjúklinginn.
2. Eldað í 200°C heitum ofni í klukkustund.

Borið fram með hrísgrjónum og salati

Aths. Ég ætlaði að setja kjúklingakraf með líka en gleymdi því þannig að þið megið búast við sítrónukjúkling vol.III. En spennandi....

No comments: