Tuesday, December 16, 2008

jólajóla...stress...

Það er byrjað...jólastressið.
Mér finnst ég þurfa að gera hundrað þúsund hluti og það fyndna við þetta allt saman er að ég er ekki að gera neitt af því!
Ég þarf nú reyndar að finna eftirrétt fyrir aðfangadag, það eru komnar nokkrar hugmyndir og það er svona að greiðast úr þeim hægt og bítandi.
Það er nú lítið um heilstæðan matseðil þessa dagana þar sem maður er á þönum hingað og þangað og ekki einu sinni heima hjá sér í kvöldmat. En í kvöld var þó hent í kartöflusalatið góða og með því var síld og rúgbrauð og köld lifrarpylsa fyrir snúlluna. Henni fannst það alveg æðislegur matur, kartöflusalat og lifrarpylsa, ekki slæmt það.
Maður kannski hendir í sítrónukjúkling vol. III á morgun þó það sé erfitt að ákveða svona fyrirfram þessa dagana en það er planið og plan er góð byrjun.
Ég þyrfti að finna eitthvað gott til að búa til úr rófum, það varð nefnilega smá misskilningur á milli mín og mannins míns sem gerði það að verkum að ég á núna 3 risastórar rófur inni í ísskáp. Ég hef nú aldrei verið neitt sérstaklega fyrir þær en það er aldrei að vita nema maður detti niður á eitthvað sniðugt úr því.

No comments: