Það var nú kannski við því að búast svona yfir jólin að það færi öll rútína úr skorðum en það á eftir að fara enn meira úr skorðum næstu mánuði því að ég er komin í vaktavinnu á ný. Það þýðir að það koma líklegast inn uppskriftir á nokkurra daga fresti. Ég mun þó ekki gefast upp á þessu skipulagi að búa til matseðil fyrir vikuna, heldur mun Sverrir verða að bretta upp ermarnar og elda almennilegan mat fyrir sig og Heklu, það þýðir ekki að vera alltaf í mat hjá mömmu þó að eiginkonan sé í vinnu. Þannig hef ég fengið nýtt verkefni, að búa til matseðil með réttum sem hann getur klórað sig fram úr.
Við eins og aðrir eyddum jólunum í kjötáti og hefur maginn fengið ærlega að kenna á því en ég hef lofað sjálfri mér því að hafa meiri fisk á næstu mánuðum, ekkert múður meir með það! Mig langar t.d. alveg svakalega í fisk í kvöld, ætli maður skelli sér ekki á einn slíkan, það ætti að vera ferskur fiskur í öllum fiskibúðum í dag, mmm hlakka til.
Mig langaði reyndar að setja hér inn að á aðfangadag var ég með súkkulaðibrulleé í eftirrétt(þeir voru þrír eftirréttirnir) og hafði ég það í skotglasi, sem er mjög sniðugt því að heil skál af því er eiginlega of mikið af því góða en ég læt hana hér inn, hún er ansi góð í eftirrétt á gamlárs fyrir þá sem enn eiga eftir að ákveða hvað á að hafa þá.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment