Wednesday, January 7, 2009

Matseðill fyrir vikuna 5.-12.jan.

Gleðilegt ár öllsömul!
Nú er ég komin með upp í kok af kjöti og vil ekki sjá það að minnsta kosti næsta mánuðinn!
Ég held ég sé búin að borða eigin þyngd í kjöti í desember mánuði svo að nú tekur við fisk og kjúklingaát ásamt fullt af salati og léttmeti.
Þ.e.a.s. allavegana í aðalrétt, eftirrétturinn má alveg vera sætur og góður eins og vanalega og ég ætla að setja hér inn uppskrift af alveg hreint guðdómlegri köku sem ég fékk úr amerísku blaði sem ég á en hef breytt örlítið eftir hentugleika.
Þessa vikuna verð ég aðeins tvo daga vikunnar heima í mat þannig að ég set hér inn þá daga. Næsta vika verður betri í þessu þar sem ég er í fríi fimm daga þeirrar viku.
Í kvöld var ég með besta kjúklingasalat sem til er! Ég segi þetta með mikilli sannfæringu þar sem ég hef smakkað þau allmörg en þetta bara slær allt út. Dóttir mín t.d. gat ekki hætt að segja okkur hvað þetta væri góður matur og sagði meira að segja sjálf ,,ohh þetta er svo góður matur að ég bara get ekki hætt að segja hvað þetta er góður matur!"
Ég fékk þessa uppskrift frá mömmu og hún kom til hennar frá Ragnheiði og hafa þær stöllur brasað ýmsa gómsæta rétti saman.
Það getur vel verið að ég hafi sett þessa uppskrift annað hvort hér inn eða á hitt bloggið sem ég var með þegar ég bjó úti. En best að setja hana bara aftur inn. Ég hef aðeins breytt henni frá sínu upprunalega horfi en þó er undirstaðan sú sama.

Miðvikudagur
Besta kjúklingasalat sem til er

Fimmtudagur
Fiskur(fish of the day) ég er búin að kaupa rauðar paprikur, steinseljurót og steinselju Ég ákveð uppskriftina eftir fisknum sem ég fæ.

No comments: