Thursday, February 21, 2008

Túnfisksalat fjölskyldunnar





Já ég fékk leyfi til að setja hérna inn túnfisksalatið hennar mömmu, það slær alltaf í gegn hvar sem ég ber það fram. Það er öðruvísi og alveg einstaklega gómsætt.

Túnfisksalatið hennar mömmu

270 gr(vigt án vökva) túnfiskur í dós, helmingur í vatni og helmingur í olíu
50 gr ólífur, saxaðar
5 gr capers, saxað mjög fínt
150 gr majónes og sýrður rjómi til helminga
1 tsk dijon sinnep
salt og pipar
Steinselja

1.Saxið ólífurnar og capersið, takið olíu og vatn af túnfisk.
2. Hrærið saman í skál majónes,sýrðan rjóma(eða grískt jógúrt),sinnepi og saltið og piprið eftir smekk.
3. Blandið saman túnfisk, ólífum og capers í annarri skál og passið að hræra varlega til þess að túnfiskurinn fari ekki í mauk. Bætið majónesinu saman við túnfiskinn, á þennan hátt er hægt að ráða hversu mikið majónes er í salatinu þar sem hver og einn hefur skoðun á því hversu mikið hann vill hafa.
Mamma bætir einni msk af saxaðri steinselju saman við en þar sem kallinum mínum finnst hún ekki góð sleppi ég henni en ég hins vegar skreyti með henni.

No comments: