Friday, February 22, 2008

Risa súkkulaði-tobleróne smákökur




Við Íslendingar verðum að fara að finna betra orð yfir smákökur þar sem það er í flestum tilfellum nú til dags ekki réttnefni. Við erum byrjuð að herma meira og meira eftir könunum í matargerð og þá sérstaklega í bökun og þá væri réttast að kalla það stórkökur.
En þessar stórkökur eru án efa ein sú mesta bomba sem ég hef smakkað og það er engu til sparað hér. Það er fullt af súkkulaði, fullt af púðursykri og svo ennþá meira af súkkulaði. Gerist ekki betra...

Risa súkkulaði-toblerone smákökur
gerir u.þ.b. 18 kökur

100 ml hveiti
1 tsk lyftiduft
1/4 tsk salt
450 gr súkkulaði, 50-60%, saxað
50 ml smjör, ósaltað
350 ml púðursykur
4 stór egg
1 msk vanillu extract
150 ml toblerone eða annað súkkulaði, hægt er að nota súkkulaðihjúpað súkkulaði alls konar, gróft hakkað
200 ml valhnetur, hægt að sleppa og setja meira af toblerone(ég gerði það)

1. Blandið saman hveiti, lyftidufti og salti í lítilli skál. Setjið hakkaða súkkulaðið og smjörið í skál yfir potti með vatni í og hitið þar til súkkulaðið bráðnar, hrærið mjög oft og passið að vatnið sjóði ekki. Bræðið þar til allt er bráðið og glansandi fallegt. Kælið þar til volgt.
2. Pískið saman púðursykurinn og egginn með rafmagnsþeytara þar til það er þykknar, ca.5 mínútur. Bætið þá súkkulaðiblöndunni og vanillunni saman við, pískið þetta saman og svo síðast hveitiblöndunni og síðast toblerone og hnetum(ef notaðar)og þá er nóg að blanda saman með sleif. Kælið deigið í ca 45 mínútur.
3. Hitið ofninn í 180°C. Leggjið bökunarpappír á bökunarplötur og setjið kúfaða matskeið(einnig hægt að nota ísskeið) á pappírinn fyrir hverja köku. setjið u.þ.b. 4-5 á hverja plötu og bakið í 15 mínútur eða þar til topparnir eru þurrir og brotnir en mjúkar þegar komið er við þær, þær harðna þegar þær kólna.
Þetta er hægt að geyma í 2 daga í lofttæmdum umbúðum og þá er best að setja bökunarpappír ofan í ílátið fyrst.

6 comments:

Anonymous said...

Vá en girnilegt...eitthvað fyrir hann bróður minn, Toblerone ;)
Kv. Arney

cockurinn said...

haha þokkalega, enda er hann búinn að hakka þær í sig...

Anonymous said...

frábært matarblogg hjá þér sigurrós, get ekki beðið eftir að prófa fiskinn og súkkulaðidauðann...

kv. inga maría

cockurinn said...

Takk takk, endilega tékkaðu á því það er rosalega gott.....;)

Anonymous said...

Geymast þessar kökur bara í 2 daga??
MH

Anonymous said...

á degið að vera svolítið rennandi?