Tuesday, February 26, 2008

Sojakjúklingur með red miso aioli ídýfu og heimatilbúnum frönskum kartöflum


Teryaki kjúklingavængir með red miso aioli ídýfu og frönskum kartöflum

8 kjúklingavængir
100 ml teryaki
100 ml sojasósa
2 hvítlauksrif
1 tsk sesemolía
2 msk olía, má vera ólífu eða grænmetis
1 msk hunang

1. Öllu blandað saman og vængirnir settir útí og marineraðir í a.m.k. 1 klst.
2. Hægt er að steikja kjúklinginn á pönnu og setja inn í ofn, hvort heldur sem ykkur þykir þægilegra.

Red miso aioli ídýfa

Ídýfa sem einnig er hægt að nota fyrir sætar franskar kartöflur og marineringu en þá er majónesinu sleppt og matarolía sett í staðinn.

1 msk red miso paste

2 msk appelsínudjús

½ hvítlauksgeiri( má setja meira, sérstaklega ef um er að ræða marineringu)

1 bolli majónes

¼ tsk toasted sesame oil

1. Miso paste hrært upp með appelsínusafanum og hinu bætt útí.



Heimatilbúnar franskar kartöflur

80 gr af kartöflum á mann
skrældar ef hýðið er ljótt annars má hýðið vera á, skornar eftir endilöngu í stórar franskar kartöflur og settar í odnskúffu, olíu dreift vel um þær og bakaðar í ofni við 200°C í ca 30 mínútur en passið að skafa þær af botninum á ca 5 mínútna fresti til að þær festist ekki við botninn og formið eyðileggjist.

2 comments:

Anonymous said...

Hvað er red miso paste?

matarást til þín,
Ragnhildur Sara

cockurinn said...

Það er sojabaunamauk sem heitir í flestum tilfellum bara miso og er notað í japanskri matargerð.Annars er líka til hvítt, barley og sojabauna miso.það er mjög próteinríkt. Það ætti þá að fást í þessum special food store eða special food section í súpermörkuðunum í Ameríku.