Tuesday, February 19, 2008

Amerísk Devils food cake með súkkulaði ganache og jarðaberjum


Á myndinni gerði ég helminginn af þessari uppskrift þar sem ég var með óbærilega löngun í "deth by chocolate" en þar sem við erum ,enn og aftur, bara 3 í heimili sá ég fram á að geta ekki klárað heila uppskrift á næstu 2 dögum, þannig að ég setti hana bara í klassísku brauðformin og voila'.

200 ml sjóðandi vatn
150 ml ósætt kakóduft
100 ml nýmjólk
1 tsk vanilla
400 ml hveiti
1 1/4 tsk lyftiduft
1/2 tsk salt
200 ml ósalt smjör, mjúkt
250 ml dökkur púðursykur
150 ml sykur
4 stór egg

1.
Hitið ofinn í 180°C og smyrjið 3 lítil form,16cm x 4cm(hægt að hafa þau bara 2 stór eða gera muffins úr þessu), setjið bökunar pappír í botninn. og setjið hveiti í og dustið úr allt auka hveiti.
2. Pískið saman kakóið og sjóðandi vatnið þar til það er smooth(endilega komið með góða þýðingu á þessu orði í commentakerfið), bætið þá mjólinni og vanillunni saman við.
3. Sigtið hveiti, salt og lyftiduft saman í annarri skál.
4. Þeytið saman smjörið og báðar tegundirnar af sykrinum saman í skál með rafmagnsþeytara ar til það er ljóst og létt, bætið þá eggjunum saman við einu í einu, þeytið vel eftir hvert egg. Bætið þá saman við hveitinu og kakóblöndunni litlu í einu til skiptis og byrjið og endið á hveitblöndunni(degið getur litið út eins og það sé skilið en engar áhyggjur það á að líta þannig út).
5. Skiptið deiginu á milli formanna og sléttið toppinn. Bakið í efri og neðri part af ofninum og skiptið um eftir 10 mínútur af bökunartíma. Bakið litlu 3 formin í ca 20-25 mínútur. Ég mæli með því að athuga kökuna eftir 15 mínútur og ef prjóninn sem stungið er í miðju kökunnar kemur út með örlítið af rakri mylsnu þá er kakan tilbúin, ef prjóninn er alveg hreinn getur kakan verið aðeins of þurr.
Ég gerði þetta aðeins auðveldara með því að helminga uppskriftina og setja í eitt lítið form án þess að vesenast með bökunarpappír, en án gríns var ég ca. 40 mínútur að gera og baka kökuna.

Súkkulaði ganache

200 gr dökkt súkkulaði, 70% eðal er best,fínt saxað
1 dl rjómi

1. Látið suðu koma upp á rjómanum og leyfið rétt að hvílast, setjið þá súkkulaðið saman við og hrærið vel þar til orðið þykkt og smooooth, glansandi fallegt.

Hellið eyfir kökuna og skreytið með jarðaberjum

3 comments:

Anonymous said...

Mikið var að þú opnaðir matarblogg, kona!!!!!

Til hamingju með þetta, gleði...gleði...hjá mér ;)

Ragnhildur Sara,USA

cockurinn said...

takktakk, gaman að sjá að fólk er ánægt með þetta framtak

Unknown said...

hae saeta

getur madur notad eitthvad í stadinn fyrir pudursykur, t.d. brúnan sykur...hér faer madur ekki púdursykur!!
Eda verdur madur bara ad láta mömmu senda sér frá íslandi?

hlakka til ad prófa thetta hjá thér...ástarkvedja og thakkir harpa