Tuesday, February 19, 2008

Aspas og Avocadó salat

Ein útgáfa af þessu salati hefur sést á hádegisverðarhlaðborði Vox en ég hef svona tekið út það sem mér finnst ekki svo gott og sett inn það sem mér þykir gott. Því miður fylgir ekki mynd með þessum rétti en í framtíðinni mun ég láta mynd fylgja með.

1 avocado, mikilvægt að það sé vel þroskað
10 aspasstilkar
20 sykurbaunir
hvítlauksrif
góð ólífuolía
1 tsk balsamik edik
2 tsk sítrónusafi
flögusalt og nýmalaður pipar

1.Sjóðið vatn með salti, ca 1 msk á hvern ltr.
2.Skrælið aspasinn upp að hausnum og skerið endana af sykur baununum. Þegar vatnið sýður er aspasinn settur útí og soðinn í ca 3 mínútur þegar hann er léttsoðinn er hann settur í skál í vaskinn undir rennandi köldu vatni og kældur hratt niður. Það sama er svo gert við sykurbaunirnar í sama vatni.
3.Búið til hvítlauksolíu með því að kreista hvítlauksrifið útí olíu og hrista eða hræra vel í(ef afgangur er hægt að nota á ýmislegt annað eins og t.d. pizzu).
4.Takið fram disk til að setja salatið í.
5.Skerið avócadóið eftir miðjunni og takið steininn úr, takið kjötið úr með skeið og skerið með skeiðinni þannig að þið fáið ca 1/2-1 msk í hvern bita. Dreifið yfir diskinn og dreifið svo aspasinum og baununum, dreipið hvítlauksolíunni yfir ásamt sítrónusafanum og edikinu saltinu og piparnum(gott að vera örlátur á piparinn).

Þetta salat passar með öllum fisk- og kjötréttum. Ég hafði þetta með krabba-og rækjusalati(í sitthvoru lagi), kexi og nýbökuðu baquette brauði.

No comments: