Sunday, June 28, 2009

Tölvubilanir

Já tölvan okkar crashaði í vikunni og hef ég því ekkert getað komið inn uppskriftum eða öðru hér á síðuna.
Eiginmaðurinn sá um kjúklinginn í vikunni og vildi endilega grilla hann og hann bætti hnetusmjöri saman við BBQ uppskriftina mína og það kom svo fáránlega vel út að það verður pottþétt gert aftur. Hann er alveg svakalegur dashari að það er vonlaust að komast að því hversu mikið hann setti í uppskriftina.
Ég fékk ekki villtan lax í þessari viku en vona að hann komi í næstu svo að ég geti fullnægt þeirri þörf. Maður á víst að borða mikið af laxi og bleikju á meðgöngu, eða helst feitu fiskunum, sem eru svo sem fleiri en þessir fara best ofan í restina af fjölskyldunni.

No comments: