Tuesday, June 23, 2009

Matseðill fyrir vikuna 24.06-27.06

Ég frétti af villtum laxi í Melabúðinni í vikunni en það var víst lítið af honum því hann er búinn en ég bíð bara spennt eftir næstu sendingu og verð þá með eitthvað gómsætt með villtum laxi sem er algjört uppáhald hjá mér.
Ég er víst með mikið æði fyrir ávöxtum þessa dagana og hef borðað ógrynnin öll af þeim og það hefur ekki verið ódýrt, er gjörsamlega búin að sprengja vikueyðsluna með þessu. Á 5 dögum eru farin 4 epli,1,5 ananas(stór), 4 bananar, ´1/2 melóna, 2 appelsínur og ca 10 ferskjur, já ég get sagt ykkur að það kostar að vera ófrískur með æði. Þar að auki er ég með æði fyrir múslí sem er ekki heldur neitt sérstaklega ódýrt heldur og fer ég núna að búa til mína eigin blöndu þar sem ég er að fara með 1 kg á viku af þessu.

En að matnum, þar sem ég hef eytt vikupeningnum í þetta allt saman þá verð ég að vera extra sparsöm í kvöldmatnum. Ég væri alveg til í kjúklingasúpu á morgun með einhvers konar austurlenskum árhifum, kannski er það rigningin sem kemur þessari löngun í mig.
en best að koma inn matseðlinum:

Miðvikudagur
kjúklingasúpa með austurlenskum áhrifum

Fimmtudagur
ég ætla að reyna að ná í lax

Föstudagur
kallinn vill hafa grill ætli við sjáum ekki hvað verður á tilboði og ég ætla að hafa bakaðar kartöflur með og svokallaða piparsósu með en það er enginn rjómi og ekkert majónes, hmm spennandi.

Laugardagur
já við sjáum til hvar við verðum...

No comments: