Tuesday, June 2, 2009

matseðill fyrir vikuna 02.06.-07.06

Það verður smá sumarblær á matseðlinum þessa vikuna enda kominn júní. Ég tók mig og fjölskylduna til í dag og í gær og plantaði alls konar góðgæti í matjurtagarðinn sem ég hef tekið á leigu og hlakka mikið til í haust þegar ég má taka upp og sjá árangur erfiðisins.
Þar sem við vorum að vinna í garðinum fram að kvöldmatarleyti og allir glorhungraðir þegar heim var komið þá tók eiginmaðurinn sig til og bjó til dýrindis samlokur, fullar af mat, tóamtar,ostur,skinka, harðsoðin egg, agúrka og salat og bragðbætt með Dijon sinnepi og majónesi(brauðsneiðarnar eru ristaðar fyrst), bara mjög góður skyndibiti.
Á morgun byrjar svo vikan fyrir alvöru í matardagskránni.
Ég ákvað að hafa grillaðar pizzur í gær og fann það út að það er best að taka botninn og grilla hann á annarri hliðinni fyrst og svo snúa við og setja fyllinguna og ostinn og grilla þá hina hliðina og loka grillinu. Þetta er nú örugglega misjafnt eftir grillum en svona virkar þetta best hjá okkur.
Ég gerði spaghetti carbonara(uppskrift komin inn, bara googla) og grillaði grófar margaritupizzur með, þá bjó ég til margar litlar pizzur, það kom mjög vel út og Heklu fannst það algjört æði að hafa litlar barnapizzur eins og hún kallaði þær.

Þriðjudagur
Samlokur

Miðvikudagur
Sítrónumarineruð kjúklingalæri með stökkri húð borið fram með hrísgrjónum og salati

Fimmtudagur
Grilluð bleikja í kerfli með steiktum chilli ananas, ofnsteiktum myntukartöflum og fersku salati

Föstudagur
Á þessum degi verður farið út að borða á Dill og hlakka ég svakalega til!

Laugardagur
eins og fyrr vil ég ekkert ákveða með þennan dag, það getur ýmislegt skemmtilegt gerst á laugardögum

Sunnudagur
Lauflétt pasta með strengjabaunum og myntu borið fram með fersku salati og brauði

No comments: