Thursday, January 8, 2009

Steikt smálúða með smjörsoðnum gulrótum, steinseljurótarmauki, kartöflumús með grilluðum paprikum og fetaosti og salsa verde

Þessi réttur var algjört æði, við borðuðum á okkur gat! Ég var með ferskt salat með sem var svona til að létta réttinn og það kom mjög vel út.
Þetta er miðað við rétt fyrir 4

Steinseljurótarmauk

2 meðalstórar steinseljurætur
20 gr smjör
smá skvetta af mjólk(skiptir ekki máli hvernig mjólk)ég setti hrísgrjónamjólk
salt og pipar

Aðferð:
1. Rótin er soðin þar til hún er vel meyr, þá er hún maukuð með töfrasprota eða í hakkara og öllu blandað saman, smakkað til.

Kartöflumús með grillaðri papriku og fetaosti

5-6 meðalstórar kartöflur
70 gr smjör
50-70 ml mjólk
3 paprikur, grillaðar, afhýddar og skornar í meðalstóra bita
hálf fetaostsdós, hreinn feta ekki í olíu(fæst í Hagkaup eða Nóatúni)
salt og pipar

Aðferð:
1.Grillið paprikurnar og sjóðið kartöflurnar þar til þær eru alveg meyrar.
2. Takið hýðið af paprikunum og maukið kartöflurnar með kartöflumaukara og bætið smjöri, mjólk, salti og pipar saman við og smakkið til. Þegar músin er orðin góð er paprikunum og fetaosti bætt saman við.

Smjörsoðnar gulrætur

4-5 gulrætur, skornar langsum í fernt
20 gr smjör
salt og pipar

Aðferð:
1. Gulræturnar er u soðnar í saltvatni þar til næstum meyrar, þá er mestu af vatninu hellt af og smjörinu bætt saman við og soðið áfram í nokkrar mínútur til viðbótar.

Salsa verde
1 búnt steinselja
100 ml ólífuolía
1 msk edik(ég notaði rauðvíns en það má nota, hvítvíns eða borðedik)
1/4 hvítlaukur
salt og pipar

Aðferð:
1. Maukið steinseljuna með töfrasprota, bætið hvítlauk og ediki saman við og olíunni hægt saman við.
Smakkið til.

Veltið fisknum upp úr hveiti og extra hveiti dustað létt af áður en hann er steiktur á heitri pönnu.

Það er hægt að hita allt saman upp rétt áður en fiskurinn er steiktur þannig að allt sé heitt þegar það er lagt á borðið.

Ég bar þetta fram með fersku Icebergsalati,mangó, tómötum og vinaigrette úr mangóediki og olíu.

2 comments:

annah said...

Hæ Sigurrós
Ég var að velta fyrir mér hvort þú værir með email adressu sem ég gæti sent fyrirspurn. Mig langaði að fá upplýsingar hjá þér um nám og þessháttar. Bestu kveðjur, Anna.

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

já það er sigurroscatering@gmail.com