Monday, January 19, 2009

Matseðill fyrir vikuna 19.01-26.01

Já og jæja nú er ég í stuði. Ég ætla mér að vera rosalega skipulögð þessa vikuna og vera með mat í dag og á morgun og svo er ég að vinna en um helgina er ég í fríi þannig að þá þarf líka að vera með eitthvað gúmmulaði handa fjölskyldunni. Í kvöld verður fiskur og hvernig hann verður ákveð ég bara þegar ég er búin að kaupa fiskinn til að sjá hvað passar við hann og svona, meðæti með fisk getur líka verið svo einfalt eitthvað þannig að ég stressa mig nú yfirleitt ekkert á því. Þá er bara að finna fyrir hina dagana. Ég er í rosalega miklu stuði fyrir léttan mat þessa dagana, það passar reyndar ekkert við veðráttuna, þar sem kuldinn nístir mann inn að beini, ég býst nú reyndar við að ástæða þess sé sú að ég er bara ennþá að jafna mig eftir jólin, sem voru svo uppfull af kjöti og þá sérstaklega í vinnunni hjá mér, ég er bara hrædd um að ég hafi fengið svo mikið ógeð á því að ég geti bara ekki borðað það næstu mánuðina, nei annars, það getur varla verið...
Það eina sem poppar upp í hugann þegar ég fer að hugsa um rétti og uppskriftir eru sumarréttir. Á ég að þora að setja svoleiðis inn strax? Æjá ég elda bara það sem ég vil og hana nú!

Matseðill fyrir vikuna 19.01-26.01

Mánudagur
matur hjá mömmu. Spaghetti með pestó. Mamma er svo sniðug, hún á nefnilega alltaf heimatilbúið pestó inni í frysti, svona fyrir óvænta gesti.

Þriðjudagur
Hérna var æðislegur ýsuréttur

mið-fimm vinna

Föstudagur
Þorrinn er mættur og þá er ekkert annað hægt að gera en hlýða kalli húsbóndans og hafa þorramat.

Laugardagur
Matarboð

Sunnudagur
Svínakótelettur á ítalska vísu

No comments: