Thursday, January 8, 2009

Besta kjúklingasalat í heimi

Ég er eiginlega alveg örugg á því að ég hafi sett uppskriftina af þessu salati í eitthvað af blöðunum sem ég var að skrifa fyrir eitt sumarið. Ég ætla þó að reyna að setja saman aftur þessa uppskrift, málið er nefnilega að við sem höfum gert þetta oftar en einu sinni förum eftir auganu og bragðskyni ekki uppskrift og ég veit að það sama mun eiga við um ykkur.

Besta kjúklingasalat í heimi
f/5-6
1-2 kjúklingar
1 beikonbréf
1/4 rauðlaukur, sneiddur mjög þunnt
1/2 fetaostsdós, hreinn feta ekki í olíu
1/2 ólífukrukka
1/2 mangó(má sleppa)
það má einnig setja karamelliseraðar pecanhnetur ef þið viljið
100 ml majónes
100 ml sýrður rjómi
50 ml balsamico edik
25 ml sykur
1 poki af blönduðu salati eða 1 iceberghaus og lambhagasalat

Aðferð:
1. Eldið kjúklinginn eftir smekk, ég skar hann í bita(læri,bringu o.s.frv.) og henti honum í ofninn í 200°C í 25 mínútur.
2. steikið beikonið þar til það er stökkt.
3. skerið laukinn
4. Blandið saman sýrðum og majónesi, saltið og piprið
5. setjið edikið og sykurinn í lítinn pott og látið sjóða þar til þykknar örlítið, ca.3 mínútur. Kælið og blandið síðan smátt og smátt saman við majónesið þar til liturinn er ljósbrúnn og bragðið rosalega gott;) þetta bragð er erfitt að útskýra.
6. Salatið er sett saman, þá er það sett á næstum flatan disk eða fat og sett í lög og fyrsta lagið byrjar á salati þá kjúkling, lauk, ólífur, ostur , niðurskorið beikonið og sósu dreift yfir, svo er þetta gert koll af kolli þar til diskurinn þolir ekki meir. Ef afgangar verða(sem er sjaldgæft) þá má borða þá daginn eftir með bestu lyst.

3 comments:

Anonymous said...

Þetta kjúklingasalat er mjög gott, fékk uppskriftina hjá þér í gamla daga og hef oft gert það. Nammi namm...nú langar mig íða!

Gleðilegt ár.

Rassí

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

Takk já dóttir mín talar ekki um annað þessa dagana!!!

el guapo said...

svínvirkaði hjá mér, dobblaði ólífuskammt og fetaskammt...massagott
el guapo