Ég var eitthvað illa fyrirkölluð á sunnudaginn og þess vegna tók eiginmaðurinn að sér eldamennskuna það kvöldið og stóð sig með stakri prýði að vanda. Ég verð nú reyndar að viðurkenna að þessi uppskrift kemur beint upp úr uppskriftabók sem heitir Silfurskeiðin og er jú hin mesta snilld! Þar er hægt að finna fullt af léttum uppskriftum ásamt þungum og þá í báðum skilningi þessara orða. Enda var þessi svo einföld að hún tók ekki nema 5 cm pláss á blaðsíðunni, lítið af hráefnum og einföld matreiðsla, gerist ekki betra. Ég hef nú fjárfest í nýrri hvítvínsbelju þannig að þið megið búast við uppskriftum sem eru með því í, það er svo gott að nota vín í mat.
Svínakótilettur með léttri hvítvíns-og gráðostasósu
f/3-4
4 svínakótilettur
25 gr smjör
5 msk hvítvín
100 gr gorgonzola/íslenskur gráðostur
salt
Franskar kartöflur
Aðferð:
1. Hitið ofninn og bakið frönsku kartöflurnar
2. Hitið pönnu og bræðið smjörið og steikið því næst kótiletturnar
3. þegar þær eru steiktar eru þær teknar af pönnunni og í eldfast mót, álpappír settur yfir og haldið á þeim hita. Hellið hvítvíninu á pönnuna og látið sjóða örlítið niður og bætið þá ostinum saman við. Saltið og rétturinn er tilbúinn.
Berið fram með frönskum kartöflum.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment