Friday, April 11, 2008

Steiktur aspas með beikoni


Enn og aftur aspas. Hér hef ég hann með beikoni. Það sem helst þarf að hafa í huga þegar aspas er eldaður er að sjóða/steikja hann ekki of mikið, þá getur hann orðið seigur. Það þarf líka að steikja hann við lágan hita, frekar en háan. Þetta er einnig líklegast auðveldasti forréttur sem til er.

Fyrir 4

8 aspasstönglar
4 beikonsneiðar

Skrælið aspasinn næstum upp að toppnum, vefjið einni beikonsneið utan um tvo stöngla. Setjið á pönnu við meðal-háan hita steikið í 2 mín á hvorri hlið, lækkið þá hitann í lágan og setjið lok á pönnuna, steikið í 3 mín til viðbótar eða þar til aspasinn er orðinn mjúkur viðkomu og beikonið er stökkt. Berið strax fram.

No comments: