Thursday, April 3, 2008

Ofur einfaldur ofnsteiktur kjúklingur


Í þessari uppskrift er hægt að nota hvaða kjúkling sem er, allt frá hamflettum bringum upp í heilan kjúkling. Það sem þarf að gera er að skera grænmeti og henda í fat og inn í ofn, gæti ekki verið einfaldara og betra..

Ofur einfaldur ofnsteiktur kjúklingur

f/4

1 kjúklingur eða 4 kjúklingabringur eða 8 kjúklingabitar
4 gulrætur, skornar í litla ferninga
1/2 sellerístöngull, skorinn í litla bita
1/2 laukur, saxaður gróft
400 gr litlar kartöflur, skornar í frekar litla bita, ekki þó eins litla og gulrótina
4 salvíulauf
4 timjankvistir, bara laufin
vatn og kjúklingakraftur
ólífuolía

Aðferð:
Hitið ofinn í 190°C. Hitið ólífuolíuna á pönnu eða í pottinum sem verður notaður fyrir kjúklinginn. Setjið allt grænmetið í og steikið létt, bætið kjúklingnum saman við og steikið lítillega hellið þá soðinu saman við(það á að ná upp að helming kjúklingsins, 1 krafteningur er fyrir hverja 500 ml),stráið kryddjurtunum yfir, setijð lok á og inn í ofn. Tíminn fer eftir hvers konar vöðva þið notið; kjúklingabringur eða bitar taka u.þ.b. 30-40 mín og heill kjúklingur tekur 1-1 1 /2 klst, ef þið eruð með leirpott er það 1 1/2 klst ef þynnri pottur er notaður er að 1 klst. Best er að athuga hvort hann sé tilbúinn. Soðið er notað sem sósa.
Afgangurinn af kartöflunum var svo notaður daginn eftir líka, þær eru jafnvel betri þá.

No comments: