Monday, April 7, 2008

Gratineraðar kartöflur með vorlauk og béchamel sósu



Gratineraðar kartöflur er mjög einfalt að gera og þegar veðrið er eins og það er á Íslandi er alltaf hægt að ylja sér með unaðslega rjómakenndum kartöflum. Það er mjög gott að bera þær fram með fiski-eða kjötfrikadellum, fisk eða bragðlitlu kjöti þar sem kartöflurnar eru mjög bragðmiklar og gætu stolið senunni.

Gratineraðar kartöflur með vorlauk og béchamelsósu
f/4
400 gr kartöflur, skornar í þykkar sneiðar
50 gr vorlaukur, skorinn á ská í sneiðar
500 ml mjólk(má vera nýmjólk eða léttmjólk)
50 gr smjör
40 gr hveiti
hnífsoddur af múskathnetu, nýrifinn
salt og pipar
parmaostur, nýrifinn
Hitið ofninn í 180°C.Bræðið smjör í potti þegar það er bráðið er hveitinu bætt saman við og blandað vel saman þar til það myndar bollu, þá er mjólkinni bætt saman við og pískað stanslaust þar til mjólkin fer að sjóða og mjólkin orðin þykk. Þá er múskatinu bætt útí.
Kartöflurnar eru lagðar í lög ásamt vorlauknum, saltið og piprið og því næst er béchamelsósunni hellt yfir og sett inn í ofn við 180°C í 1 klst. Þá er parmesan osturinn rifinn yfir, ríflegt magn og sett undir grillið í nokkrar mín við 200°C eða þar til það fer að brúnast.
Berið fram .

2 comments:

irusvirus said...

Hæ Sigurrós. Frábær síða!!!!!
Nú bíð ég spennt eftir að grænmetisréttirnir fara að hlaðast inn ;)
Kyss kyss
Íris

cockurinn said...

haha gott ég er einmitt alveg að fá ógeð á kjötinu.. er búin að borða allt of mikið af því uppá síðkastið;)