Thursday, January 14, 2010

Saltfiskur miðjarðarhafsstyle

Ég henti í þennan í gær og hann var þvílíkt lostæti og alveg sérstaklega góð leið til að koma fisk ofan í ungviðið. Fullt af grænmeti og bragði. Tekur kannski smá tíma að skera allt niður og steikja en það er þess virði.

Saltfiskur miðjarðarhafsstyle
f/6
1200 gr saltfiskur, skorinn í stóra skammta/bita
2 dósir af tómötum í dós
1/2 græn paprika, skorin í litla ferninga
1/2 rauð paprika,skorin í litla ferninga
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
1/2 laukur, skorinn í sneiðar
2 gulrætur, skornar í litla ferninga
1/2 sellerístilkur, saxaður mjög smátt
600 gr kartöflur, skornar í sneiðar ca.1 cm
3 msk balsamic edik
2 tsk sinnep
rifinn ostur
1 krukka svartar ólífur, teknar í tvennt
hveiti til að velta uppúr
3 hvítlauksrif
pipar

Aðferð:
1. Skerið fiskinn og grænmetið eins og sagt er á undan.
2. Hitið pönnu og veltið fisknum uppúr hveiti og dustið allt aukahveiti af og steikið uppúr smá olíu. Takið af pönnunni og setjið í eldfast mót, steikið þá grænmetið og í annarri pönnu kartöflurnar.
3. þegar grænmetið er léttsteikt er edikinu bætt útí og látið sjóða niður þá er tómötunum bætt saman við ásamt sinnepinu og pipar. Látið aðeins malla þar til kartöflurnar eru léttbrúnaðar að utan.
4. Þá eru kartöflunum dreift ofan á og í kringum fiskinn og svo er tómatsósunni bætt ofan á og svo ólífum og síðast rifnum osti dreift yfir og bakað í ofni við 200°C í 25 mínútur.
Berið fram með fersku salati

1 comment:

irusvirus said...

Elsku Sigurrós.
Þetta var nú aldeilis ljúffengur réttur.
Eigum við ekki að hittast fljótlega?
Kyss.
Íris