Sunday, January 3, 2010

Karrýlöguð kjúklingasúpa með kókosmjólk, eplum og kóríander

Þessi er algjört æði! Mér var skipað að tölvunni til þess að skrifa niður uppskriftina þar sem þetta sló í gegn. Hún er einföld eins og flest sem ég geri, ódýr og fljótleg, fyrir utan suðutímann sem er um 30 mínútur. Mann langar til að fá sér meira og meira og meira. Er alveg að spá í að fá mér smá þegar ég hef sett inn uppskrftina.
Nú er flensutíð og þetta á að vera mjög gott til varnar henni og einnig hlýnar manni öllum að innan við að borða heita og unaðslega súpu.

Karrýlöguð kjúklingasúpa með kókosmjólk,eplum og kóríander
f/4-5
1 heill kjúklingur,skorinn í leggi,bringur, vængi og botninn settur í súpuna en svo tekinn úr
2 msk karrý
2 msk smjör, má vera smjörvi
1/2 paprika, rauð, skorin í bita
1/2 epli, skrælt og skorið í bita
1 lítill laukur(1/2 stór), skorinn í sneiðar
2 hvítlauksrif, skorin í sneiðar
örlítill stjörnuanís, má sleppa
2 gulrætur, skornar í bita
5 vorlaukar eða 1/2 púrrulaukur, skorinn í sneiðar
3 msk ferskur kóríander, saxaður(má sleppa, en ég mæli eindregið með honum)
1 dós kókosmjólk
vatn
1 kjúklingakraftur
Salt og pipar

Aðferð:
1. Takið fram stóran,djúpan pott, bræðið smjörið og bætið karrýinu saman við og látið malla aðeins, bætið þá öllu söxuðu grænmetinu saman við og léttsteikið
2. Takið mestu fituna og skinnið af kjúklingnum og léttsteikið hann einnig og hellið svo vatni yfir þannig að rétt fljóti yfir. Bætið svo kókosmjólkinni og sjóðið í 30 mínútur.
Smakkið til með salti og pipar og berið fram með söxuðum kóríander.
Aths. Ég tek kjúklinginn uppúr og sker hann í bita og set aftur ofan í og hendi beinunum til þess að það sé auðveldara fyrir krakkana að borða súpuna og svo er það líka þægilegra fyrir afgangana daginn eftir.

6 comments:

Anonymous said...

Æðislegar uppskriftir hjá þér hérna, er búin að fletta langt aftur á síðasta ár og fá að stela nokkrum ;)

Vonandi helduru áfram að deila með okkur uppskriftum :)

kv, Vala

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

Þúsund þakkir:)
Ég mun sko halda áfram, mér finnst þetta bara svo skemmtilegt

Anonymous said...

saeta mína

hvad heitir kóríander á ítölsku??

gledilegt ár, knús, harpa

Unknown said...

Frábær súpa.
Verður á matseðlinum hjá mér í hverjum mánuði hér eftir.
Bið að heilsa Ólu.

kv. helgi

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

Coriandolo heitir það á ítölsku.
Það er nú gott Helgi þá heldurðu kannski flensunni fjarri heimilinu;)

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

En Harpa ég var að muna að það var mjög erfitt að finna hann ferskann og þurfti ég alltaf að fara til Kínverjanna eða Indverjanna til að fá hann.