Tuesday, January 5, 2010

Matseðill f.05-01.2010 til 11.01.2010

Jæja þá hef ég sett saman fyrsta matseðil ársins þar sem maður þarf verulega á því að halda að halda aftur að sér peningalega séð eftir fyllerí jólanna. Þar sem ég er þess fullviss um að ég borði heilbrigðan mat þá ætla ég nú ekki að fara að fylla þessa síðu af endalausum salötum eftir jólahlaðborðið, onei, ég mun halda áfram að setja inn hollar og góðar uppskrftir það er jú ennþá fimbulkuldi úti svo að við þurfum á mat að halda, salötin mega bíða sumarsins. Ég er sumarmanneskja í flestu nema mat, þar finnst mér hreint unaðslegt að verma hjarta mitt og sál með heitri súpu eða hægelduðu lambi og held því áfram að gera eitthvað skemmtilegt í þeim efnum. Ég hef þó tekið eftir auknum áhuga hjá lesendum mínum á bakstri og þar sem ég er í fæðingarorlofi og skemmti mér gríðarlega við að baka eitthvað gómsætt þá verður augljóslega eitthvað af því líka á næstu misserum.

Matseðill 05.01-11.01

Mánudagur
afgangur af kjúklingasúpunni með núðlum

Þriðjudagur
lasagna

Miðvikudagur
Miðjarðarhafssaltfiskur

Fimmtudagur
Brasseraðir lambaskankar með kryddblöndu, sveskjum og bjór

Föstudagur
Pastasalat

Laugardagur
Grísalundir úr Melabúðinni(korngrís fáránlega góður) með gráðostasósu og frönnum(beisik)

Sunnudagur
Pizzadagur!

4 comments:

Anonymous said...

Ég veit að þú ert kokkasnillingurinn en ég gerði pizzu um daginn, notaði botninn þinn ekki búðardeig eins og er í uppskriftinni og setti mozzarella í bland með gráðostinum. Uppskriftin er frá Rachael Ray, hvet þig til að prófa þetta og jafnvel stílfæra og gera en betri:)

Ingredients
2 tablespoons EVOO (extra virgin olive oil)
1 pound boneless, skinless chicken thighs, chopped into bite-size pieces
Salt
ground black pepper
2 tablespoons butter
1/2 cup Frank's red hot sauce
4 flatbread rounds
3 ribs celery from the heart, sliced thinly on a bias
3/4 cup blue cheese crumbles

Cooking Directions
Preheat oven to 450ºF.

Place a large skillet over medium-high heat with 2 turns of the pan of EVOO, about 2 tablespoons.

Season the chicken pieces with salt and ground black pepper, and add them to the preheated skillet. Sauté until cooked through and golden brown, 4-5 minutes.

Once the chicken is done cooking, reduce the heat to medium and add the butter to the skillet to melt.

Add the hot sauce and cook, stirring occasionally, until the sauce has thickened and coats the chicken, 2-3 minutes. (Be careful not to take a deep breath over the pan or the hot sauce fumes could burn your sinuses!)

When the chicken is ready, place the flatbread rounds on a baking sheet and divide the chicken equally between all four rounds.

Scatter the celery over the chicken and top each round with some blue cheese crumbles.

Bake until the bread is crisped and the cheese has melted, about 5 minutes.


Gleðilegt ár til ykkar allra!!!

Rsara

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

Tékka á þessu;)

AnnaKatrin said...

Gleðilegt nýtt ár.
Hlakka til að jumma upp uppskriftunum þínum á nýju ári.
Bestu kveðjur,
Anna Katrín.

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

Gleðilegt nýtt ár sömuleiðis. Vonandi bregðast þær ekki þetta árið;)