Wednesday, January 13, 2010

ofnbakaður kjúklingur með sveppum,beikoni og kartöflum

Ég gerði þennan í miklum flýti og hann heppnaðist ljómandi vel, hentar þeim sem hafa lítinn tíma til að búa til matinn en hafa tíma til að láta hann malla sjálfan inni í ofni.

Kjúklingur með beikoni, sveppum og kartöflum
f/5
1 heill kjúklingur
4-500 gr kartöflur, skornar í fernt
1 rauðlaukur, skorinn í sneiðar
1/2 bakki sveppir, skornir gróft í fernt
3 msk fljótandi kjúklinga eða kalkúnakraftur(bouillon)
salt og pipar
2 tsk poultry seasoning
5 beikonsneiðar
smá vatn

Aðferð:
1. Setjið kraftinn og smá vatn í botninn á roastin pan eða ofnskúffu
2. Leggjið kjúklinginn ofan í og dreifið kartöflum,lauk og sveppum í kring, kryddið kjúklinginn með salti og pipar og poultry seasoning og leggjið síðast beikonsneiðarnar yfir og setjið inn í ofn við 180°C í klukkutíma.
Gott að bera fram með salati.

No comments: