Wednesday, January 20, 2010

Kjúklingasalat með pasta,rucola,feta,ólífum og dressingu


Ég átti eina og hálfa kjúklingabringu eftir frá kvöldverðinum í gær og þurfti að nýta það án þess að búa til samlokur, þar sem ég er komin með nóg af þeim í bili. Þá ákvað ég að búa til salat og drygja það með alls konar gúmmulaði.
Salatið er mjög gómsætt og þeim sem þykir beikon gott ættu að bæta því við hér, ég átti það ekki til og það er mjög gott án þess líka.
Ég átti líka afgang af dressingunni sem ég gerði um daginn og passar hún sérstaklega vel við.

Kjúklingasalat með pasta,rucola,feta,ólífum og dressingu
f/4
1,5 kjúklingabringa
1 túnfiskdós,olíunni/vatninu hellt af
2 tómatar, skornir í sneiðar
1/2 krukka ólífur
1/2 krukka fetaostur
1/2 bakki af rucolasalati
200 gr pastaslaufur
1 poki pecanhnetur
1/2 tsk red pepper flakes
2-3 msk teryaki sósa
flögusalt
dressing

Aðferð:
1. Sjóðið pastað og kælið undir rennandi vatni, látið renna vel af
2. Takið fram stóra skál og setjið fetaostinn,ólífurnar,tómatana, salatið, niður brytjaðann kjúklinginn, pastaslaufunum og túnfiskinn.
3. ristið hneturnar með red pepperflakes og hellið svo teryakisósunni yfir og látið sjóða niður þar til hún er orðin þykk, tekur nokkrar sekúndur(passið að anda ekki að ykkur yfir pönnunni þegar piparflögurnar eru að steikjast þær erta soldið hálsinn). Kælið og dreifið yfir salatið.
4. Blandið salatinu saman og saltið með flögusalti og setjið um 3 msk af dressingunni og dreifið hnetunum yfir, svo er gott að bera fram aukadressingu með ef fólk vill hafa meiri dressingu ásamt flögusaltinu.

Dressing:
Dressing:
2 msk balsamico edik
4-5 msk ólífuolía
1 tsk sinnep
1 msk púðursykur

Aðferð:
1.Notið helst töfrasprota til þess að gera hana þykka, þá er olíunni hellt varlega saman við edikið og púðursykurinn og hrært í á meðan svo er sinnepinu bætt saman við.

2 comments:

Anonymous said...

búin að prófa þetta, namm mjög gott, hneturnar koma skemmtilega á óvart, algjört sælgæti.
kv. Gerður Pé úr Sunny KEF

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...

Frábært, gaman að heyra:)