Thursday, January 14, 2010

Matseðill fyrir vikuna 11.01-17.01

Smá breytingar á matseðli, ég fékk nefnilega óvæntan reikning inn um lúguna og þarf því að nýta allt sem til er í ísskápnum og fæ ekki að fara í búðina fyrr en í næstu viku. Þess vegna verður lítið um grænmeti og ávexti, því miður er þetta bara svo dýrt, ætli maður geti nú ekki endalaust kvartað undan því á þessu skeri, ætla nú samt að halda í vonina um að einhvern daginn muni þetta vera niðurgreitt af ríkinu fyrir neytandann, wishful thinking...
Ég fékk hamborgarahrygg í jólagjöf og vildi ekki láta hann skemmast þannig að ég sauð hann og skar svo í bæði álegg og líka til að hafa kalt með kartöflusalati og setti í skammta og inn í frysti, þannig að það verður nýtt.
Ég verð nú líka aðeins að kvarta undan íslensku skinkunni, ég skil ekki hvers vegna það er ekki hægt að gera þetta eins og Ítalirnir, ég meina svín eru svín ekki satt?
Hvers vegna erum við svona rosalega mötuð af skinkunni, við fáum ekki að ráða þykktinni, ekki stærðinni og ekki hversu mikið við kaupum af henni, af hverju þarf að ákveða þetta fyrir okkur?
En jæja matseðillinn er því á þessa leið

fimmtudagur
pastasalat með hamborgarahryggsskinku, fetaosti og einhverju gúmmulaði sem ég finn

Föstudagur
Við erum svo lukkuleg að vera boðin í mat þetta kvöld

Laugardagur
hamborgarahryggsskinka og kartöflusalat

Sunnudagur
Lasagna tekið úr frystinum er einmitt fyrir svona vikur!

No comments: