Ég ákvað að skella mér í matjurtagarðinn minn í morgun og fór upp í Heiðmörk í leiðinni til að athuga með bláber. Ég fann 2 bláber en hins vegar fann ég tvo Kúalubba, sem er sveppur. Ég kom því heim með fulla fötu af grænmeti, kryddi og salati og svona til að toppa náttúrufríkina tvo nýtýnda sveppi. Ég hlakkaði alveg svakalega til eldamennskunnar. Eins og ég er þá vildi ég hafa þetta sem fljótlegast og einfaldast og henti öllu í braising pottinn minn og bakaði í 40 mínútur og hafði svo soðnar og svo léttsteiktar kartöflur með ásamt rjómalöguðum Kúalubbasveppum. Þetta sló alveg í gegn hjá eiginmanninum.
Ég hefði kannski frekar viljað hafa lambakjöt en kjúklingurinn var kominn úr frystinum svo að hann varð fyrir valinu.
Blóðbergskjúklingur með nýpum og gulrótum
f/4
2 bakkar af kjúklingabitum
nokkuð af blóðbergi, saxað
nokkuð af bláberjalyngi, saxað
2 greinar af steinselju, saxað
4 gulrætur, litlar, skornar í bita
3 nýpur, skornar í bita
1/2 laukur, skorinn í þunnar sneiðar
2 msk ólífuolía
smá kjúklingakraftur
100 ml hvítvín
2 stór hvítlauksrif
Aðferð:
1. olían, hvítvínið og krafturin sett í eldfast mót, kjúklingurinn ofan á og hann saltaður og pipraður og svo er blóðberginu, bláberjalynginu og steinseljunni dreift yfir ásamt restinni af hráefninu. Þessu er svo stungið í ofninn við 190°C í 40 mínútur.
Borið fram með kartöflum og rjómalöguðum sveppum
Kartöflurnar sauð ég og léttsteikti svo með grænkáli, salti og pipar
Sveppina steikti ég með 1 litlum skallottulauk, söxuðum og hellti svo eins og 2 msk af rjóma útá þegar þeir voru orðnir vel steiktir. Rjóminn er látinn sjóða þar til hann þykknar sem tekur u.þ.b. 1 mínútu á heitri pönnu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment