Thursday, August 20, 2009

Matseðill fyrir vikuna 17.08-21.08.2009

Nú gengur þetta kæruleysi ekki lengur, það að hafa ekki haft tíma eða öll óvæntu grillin og þess háttar í júlí hefur gert okkur mikinn grikk í fjármálum. Eyðslan hefur farið úr öllu hófi og því þarf ég nú að taka verulegar í r...gatið á okkur hjónakornunum og byrja á ný með matseðlagerð. Ég vil enn ekki trúa því að fyrsta haustlægðin sé að gera okkur lífið leitt þessa dagana og held enn í vonina um að sumarið sé ekki enn á enda. Ég neita því að fara í vetrarfötin bæði bókstsaflega og í eldhúsinu og held mig við sumarlega rétti.
Ég reyndi þessa vikuna að gera eitthvað annað en þetta venjulega með kjúklinginn, þar sem enn er hann ódýrastur og skrapp því til Mexíkó og hafði kjúklingaburrito á ódýran máta og svo daginn eftir þá nýtti ég afgangana þannig að ég hafði restina af burrito kökunum(fylltum) og svo var ég með supernachos með, þá tók ég afgangana af kjúklingafyllingunni og setti yfir nachos svo fullt af gulum baunum og reif svo ost yfir allt saman og bræddi, og hafði svo ostasósu og salsa með. Þetta sló í gegn, sérstaklega fannst dótturinni skemmtilegt að hafa snakk í kvöldmatinn, mikið sport.
Þar sem ég var ekki búin að negla niður neinn matseðil í upphafi vikunnar þá átti ég ekkert í ísskápnum í dag en var þó búin að kaupa Klaustursbleikju, þannig að úr varð hvítvínsbleikja með smjörblancheruðum gulrótum og kartöflum, ólífum og kapers.
En hér kemur þá matseðillinn

Mánudagur
Villisveppavelouté með baguette

Þriðjudagur
Kjúklingaburrito

Miðvikudagur
kjúklingaburrito með supernachos

Fimmtudagur
Hvítvínsbleikja með ólífum og kapers borið fram með smjörblancheruðum gulrótum og kartöflum

Föstudagur
Grænmetislasagna

No comments: