Ég var að nýta afgangana af grænmetinu frá grænmetislasagnainu sem ég gerði í síðustu viku. Þannig að uppskriftin er soldið lituð af því og gæti kannski verið betri en mér fannst þetta koma mjög vel út. Það gæti hins vegar verið betra að grilla grænmetið fyrst áður en maður steikir allt saman á pönnu og setur tómatsósuna saman við en ég hafði ekki tíma í það þannig að svona er uppskriftin að þessu sinni.
Sinneps-og hunangsgljáður kjúklingur
f/2
1 bakki af kjúklingabitum(blönduðum)
5 tsk Dijon sinnep
2 tsk hunang
salt og pipar
Aðferð:
1.Hrærið saman sinnepi og hunangi í skál. Saltið og piprið kjúklingabitana og spyrjið svo sinnepsblöndunni ofan á og bakið í ofni við 200°C í 30 mínútur eða þar til kjúklingurinn er tilbúinn og hefur fallega gullinbrúna húð.
Ratatuille
f/4
1/2 laukur, skorinn í sneiðar og svo helmingaðar
1/4 af púrrulauk, skorinn í sneiðar
1/2 eggaldin, skorið í 2 cm bita
1/2 zucchini, sorið í 2 cm bita
3/4 paprika, skorin í 2 cm bita
2 hvítlauksrif, skorin í sneiðar
4 greinar timían
1 msk rósmarín
basilíka eða 3 tsk pestó
2 greinar steinselja
1 dós niðursoðnir tómatar, hakkaðir eða heilir
1 tómatur, skorinn í 2 cm bita
Aðferð
1. Skerið allt grænmetið og hitið olíu á pönnu
2. Steikið við meðalháan hita allt grænmetið fyrir utan hvítlaukinn og tómatinn og gott er að byrja á lauknum og paprikunni og bæta svo restinni saman við. Steikið rólega og hrærið oft í þar til allt grænmetið er orðið vel meyrt(gæti tekið um 15 mínútur, þá er tómötunum og hvítlauknum bætt saman við og steikt í nokkrar mínútur til viðbótar.
3. Bætið þá tómötunum úr dósinni og hellið smá botnfylli af vatni í dósina til að hreinsa hana vel af tómatsafanum og hellið saman við. Bætið þá öllum kryddjurtunum saman við og sjóðið við lágan hita í ca 5-10 mínútur.
Þetta er gott með pasta, fiski og kjúklingi eða bara eitt og sér með grilluðu brauði. Það er hægt að bera þetta fram heitt, kalt eða við stofuhita(best þannig) og geymist í kæli í nokkra daga í lofttæmdum umbúðum
Gott er að setja kjúklinginn inn um leið og grænmetið fer á pönnuna, þannig er þetta tilbúið á nokkurn veginn sama tíma.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment