Wednesday, August 26, 2009

Matseðill fyrir vikuna 24.08-28.08 2009

Nú fer að líða að komutíma barnsins þannig að ég ákvað í dag að búa til nokkra rétti sem ég get fryst og notað þegar barnið er komið og enginn hefur tíma né orku í að elda kvöldmatinn. Þannig að það var drifið í að búa til grænmetislasagn, venjulegt lasagn(extra stóran skammt) og svo notaði ég afganginn af kjötsósunni fyrir lasagnið til að nota sem bolognes sósu. Ég gerði í gær pestó sem ég skipti niður í skammta og setti í poka og inn í frysti. Ég er að spá í að búa til úr uxahölunum á föstudaginn þ.e. ef ég verð ekki farin á fæðingardeildina. Ég hef nú þegar sett inn uppskriftirnar af lasagnainu, báðum og er best að hafa uppi á þeim með því að fara á google leit og setja inn lasagn sigurrós og grænmetislasagn sigurrós. Ég tvöfaldaði uppskriftina af lasagnainu og þannig átti nóg fyrir risastórt lasagn og fyrir bolognes sósu.
Í gær var ég mjög sein fyrir og bjó því bara til eggjaköku og kartöflur, einfalt og tók 20 mínútur.

Mánudagur
pylsur, letidagur

Þriðjudagur
eggjakaka með salsa, skinku og parmesan og soðnar kartöflur italian style, þá skrælir maður þær, saltar, dreypir sítrónusafa og síðast ólífuolíu yfir og hristir.

Miðvikudagur


fimmtudagur

Föstudagur
vonandi brasseraður uxahali

Við skulum svo bara sjá til með helgina, erfitt að plana svo langt fram í tímann þegar maður er kominn á steypirinn ;)

2 comments:

Anonymous said...

Sæl og takk fyrir frábæra síðu.
Ég held einmitt úti smá matarbloggi en er þó ekki svona professional eins og þú, bara áhugamanneskja að æfa sig:)
Ertu með góða uppskrift að grænmetislasagne?
kveðja
Eva sem spilar einmitt blak með systrum þínum

Sigurrós Pálsdóttir matreiðslumaður á Vox said...
This comment has been removed by the author.