Thursday, July 23, 2009

Súper fljótlegur kryddjurtagrillkjúklingur

Ég viðurkenni það ég nennti ekki að elda í kvöld þannig að ég henti í ótrúlega fljótlegan kjúkling og hann var svo góður að ég varð að setja hann hérna inn. Þessi er kannski meira fyrir þá sem eru að rækta kryddjurtir eða sem tíma að kaupa þær. Þær eru nefnilega notaðar í óhófi í þetta skiptið, sem er svo gaman svona annað slagið.

Kryddjurtakjúklingur með beikoni
f/4
2 bakkar kjúklingabitar, bara þeir ódýrustu
6 msk sítrónumelissa, söxuð
3 msk mynta, söxuð
4 msk timían, saxað
2 msk steinselja, söxuð
4 msk ólífuolía
2 msk edik af einhverju tagi, ég notaði mangó balsamik edik
2 msk sýróp, ég notaði maple
Flögusalt og pipar
1 pakki beikon

Aðferð:
1. Saxið allt kryddið og setjið í skál ásamtöllu hinu fyrir utan saltið og piparinn.
2. Saltið og piprið kjúklinginn vel.
3. veltið hverjum bita vel upp úr olíu og kryddjurtablöndunni og nuddið aðeins inn í kjúklinginn
4. Setjið í eldfast mót og leggjið svo beikonið yfir þannig að hylji. bakið í ofni við 210°C í 30 mínútur færið þá beikonið aðeins til hliðar og setjið svo á grillstillingu í ca 5 mínútur eða þar til beikonið er stökkt og hefur minnkað og kjúklingurinn gullinbrúnn.

Berið fram með steiktum kartöflum eða frönskum eða ofnbökuðum.

Ég sauð kartöflur og setti í eldfast mót og bakaði með kjúklingnum síðustu 10 mínúturnar af eldunartímanum með salti og pipar og ólífuolíu.

No comments: