Ég var í tímaþröng um daginn og var að fara að hitta vinkonu mína og systur í kaffi heima hjá systur minni og langaði alveg rosalega að koma með eitthvað með kaffinu. Ég tímdi hins vegar ekki að kaupa handa okkur brauð og bakkelsi þar sem verð á því er komið upp úr öllu valdi, ég bara neita að kaupa brauð fyrir 400 kr þegar ég get vel bakað það sjálf! En ég hafði aðeins 2 klukkutíma og var þar að auki með 2 aukagrislinga í heimsókn(sem reyndar auðveldar stundum hlutina fyrir manni), hvað var til ráða? Ég fór í búðina og keypti þurrger og eina súkkulaðiplötu og treysti svo á það að eiga restina í skápnum heima, já það er eins gott að vera með gott ,,búr". Ég er ekki það reyndur bakari að ég geti bara skáldað eitthvað deig og vuola´ ooonei, matur er mitt thing ekki bakstur þar er ég frekar óörugg en einhvern veginn heppnast alltaf hjá mér, aldrei að vita nema amma sé eitthvað með puttana í þessu hjá manni svona bakvið tjöldin. En jæja áfram með söguna, ég fór sem sagt í uppáhalds uppskriftabók mömmu og okkar systranna en hún heitir Silver Palate(eftir 20 ár og fullt af uppskriftum hefur þessi bók ekki enn klikkað, ekki á einni uppskrift, snilld) en alltaf vantaði mig eitthvað í brauðin, þannig að ég tók til minna ráða tók eina uppskrift og bara fyllti í eyðurnar með einhvers konar hnetu-rúsínu-og fræjablöndu sem ég hef átt í skápnum hjá mér síðan ég var í nartstuði og vildi ekki fitna.... Þetta brauð varð algjört dúndur og það tók mig ca. 10 mín að blanda og svo var það klukkutíma í ofninum. Það sló í gegn í kaffiboðinu! Mér fannst hins vegar ekki nóg að vera bara með eitt brauð þannig að ég ákvað að henda í súkkulaði muffins, þá tók ég devils food cake uppskriftina mína sem ég setti hér inn um daginn og í staðinn fyrir nutellasúkkulaðiáleggið notaði ég 1 plötu(100 gr) af 70% súkkulaði og þar sem ég var í tímaþröng þá setti ég bara Betty Crocker súkkulaðikrem ofan á þær. Viti menn ég mætti í kaffiboðið ákkúrat á réttum tíma!!! Ég verð að segja að ég var asskoti hreykin af sjálfri mér. Ég ætla því að setja inn uppskriftina að brauðinu góða, athugið að snilldin við þetta brauð er að það er ekkert ger og það þarf engan tíma til að hefast.
Kornabrauð með rúsínum
1 brauð
400 ml blönduð korn með rúsínum, þessu er hægt að skipta út fyrir apríkósur og rúsínur og haframjöl eða alls konar fræ og hnetur
3 msk auk 100 ml sykur
65 ml grænmetisolía, hana á ég aldrei þannig að ég nota alltaf ólífuolíu
2 egg
450 ml hveiti
1 msk lyftiduft
135 ml mjólk
1/2 tsk salt
Aðferð:
1. Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið brauðform og dustið með hveiti
2. Setjið hnetublönduna í mortel og berjið létt, ég hafði ekki mikinn tíma þannig að þetta var barið mjög gróft hjá mér, og bætið 3 msk af sykri saman við. Ef þið notið bara apríkósur og rúsínur er gott að láta þær liggja í bleyti í sjóðandi heitu vatni í 10 mín og láta svo leka vel af þeim.
3.Setjið afganginn af sykrinum(100 ml) saman við olíuna og pískið vel. Bætið eggjunum saman við(ég gerði þetta í hrærivélinni), eitt í einu og hrærið þar til þetta hefur blandast vel saman.
4. Blandið þurrefnunum saman, hveitinu, lyftidufti og salti og bætið ásamt mjólkinni smátt og smátt saman við olíublönduna og blandið síðast hnetu og rúsínublöndunni saman við.
5. Setjið í bökunarformið og bakið í miðjum ofni þar til prjónn sem settur er í miðju brauðsins kemur út hreinn, ca 1 klst. Takið þá út úr ofninum og látið kólna örlítið í forminu á grind og takið svo úr forminu. Þetta er alveg ótrúlega gott að bera fram ennþá volgt með smjöri og osti.
Monday, February 2, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
hae saeta mín
ég gerdi braudid, og thad kom mjög vel ùt. okkur fannst thad samt pínu of saett thannig ad naest set ég minna af sykri, thà verdur thad perfect fyrir okkar smekk...takk fyrir góda uppskrift, og núna verd `´eg bara ad skella ì epladaemid...knús harpa
takktakk já það er kannski helst til of sætt, má alveg minnka sykurinn þar sem þetta er brauð. Takk fyrir commentið;)
Snillingur!
Kv Siggi Rúnar
Post a Comment